Svona vitleysu þarf að mótmæla harðlega.

 Ísland stendur á tveimur heimsálfuflekum sem eru að reka hvor frá öðrum. (Jarðskorpuflekar er fljóta á möttli jarðar.)

Norður Ameríkuflekinn fer í vestnorðvestur en Evrasíuflekinn í austsuðaustur, árlega um tæpan sentímetra hvor um sig. 

Nærri flekaskilunum (rekbelti) eru því eðlilega umbrot, bæði jarðskjálftar og stundum eldgos.

Við eigum jarðvísindamenn á heimsmælikvaða og þeir vita vel hvernig þetta hefur gengið fyrir sig.

Eða meira en 24 miljónir ára aftur í tímann en svo gamalt er rekbeltið út af Vestfjörðum. (Sem er ekki lengur gosbelti.)

Ísland er ekki að fara að springa í loft upp. Ekki neitt frekar en síðustu 24 miljón árin.

Það er vel þekkt hvar aðaleldstöðvarnar liggja í gegnum landið.

Í sinni einföldustu mynd liggja þær skáhalt norðaustur yfir landið frá Vestmannaeyjum til Axarfjarðar.

Vestmannaeyjar, Eyjafjallajökull, Katla, Hekla, Öræfajökull, GRÍMSVÖTN, BárðarbungaAskja og Krafla.  

-----------------

Í Vatnajökli eru Grímsvötn (Þórðarhyrna og út fyrir jökulinn tengjast Lakagígar Grímsvatnaeldstöðinni.)

Í Vatnajökli er Bárðarbunga (Hamarinn) og Gjálp er á milli Grímsvatna og Bárðarbungu.

Út fyrir jökulinn tengist Veiðivatnagoskerfið við Bárðarbungu og er það í raun sama kerfið.  

Skaftárkatlar eru einnig vestast í Vatnajökli á milli Grímsvatna og Bárðarbungu og þaðan kemur vatnið í Skaftá.

Ekki er staðfest að gosið hafi upp úr Skaftárkötlum en þar eykst eldvirkni reglulega og veldur hlaupi í Skaftá.    

Á milli Grímsvatna og Kverkfjalla er eldstöðvakerfi sem ekkert færir sig þó að rekbelti flekanna geri það.

(Kallað heitur reitur (e. plume) þar sem heitt möttulefni kemur upp undir jarðskorpuna og stundum upp úr henni.)

Tengd þessu aðaleldstöðvakerfi, við heita reitinn, eru þau gosbelti sem eru virkust, á landinu, á hverjum tíma. 

Gosbeltin reka svo frá virka svæðinu og verða þar með óvirkari hliðarbelti og á endanum alveg óvirk.

Þegar gosbeltin reka sem rekbelti frá Grímsvatnakerfinu myndast ný gosbelti yfir heita reitnum þar. 

Þess vegna er óvirkt rekbelti út af Vestfjörðum, það var sem sagt gosbelti yfir heita reitnum fyrir 24 miljón árum. 

Annað rekbelti er um Snæfellsnes inn á Arnarvatnsheiði og norður í Húnaflóa.  Það er aðeins gosvirkt á Snæfellsnesi.

Þriðja rekbeltið er vesturbeltið um Reykjanes, Hengil, Skjaldbreið og Langjökul og það er ennþá virkt gosbelti. 

Það fer ekki sjálfstætt norður úr landinu heldur fer það frá Langjökli til austurs yfir Hofsjökul yfir á Vatnajökul.

Fjórða rekbeltið er austur/norðurbeltið frá Vestmannaeyjum yfir Grímsvötn til Axarfjarðar. 

Þetta fjórða og það er stórkostlega mikilvirkast sem gosbelti. 

Fimmta beltið er ekki mjög virkt gosbelti og liggur frá Öræfajökli gegnum Esjufjöll norður í  Snæfell.  

Að auki eru svokölluð sniðreksbelti sem ganga í austur vestur stefnur, annars vegar á suðurlandi og hins vegar fyrir norðan.  

-----------------

Best er að hugleiða þetta myndrænt og hafa kort við hendina.

Sjá:       http://www.visindavefur.is/svar.php?id=6623

F L E K A S K I L I N   Á   M I L L I   E V R A S Í U   O G   A M E R Í K U  Í   G E G N U M    í S L A N D.

Þau eru um Reykjanesið, Hengil, norður um Langjökul, austur um Hofsjökul til Vatnajökuls og norður til  Axarfjarðar. 

V e s t u r r e k b e l t i ð er einnig gosbelti og liggur um Reykjanes og Langjökul. (Flekaskilin milli E og A)

Reykjanesrekbeltið:

En ef við rekum okkur frá suðri þá komum við að Íslandi um Reykjaneshrygginn en þar eru flekaskilin á milli Evrasíu og Ameríku.

Við komum þar að landi við Eldey og Reykjanestá og þar tekur við rekbelti um Reykjanesskagann.   

Reykjanes, Eldvörp, Fagradalsfjall, Svartsengi,  Krýsuvíkur/Trölladyngjueldstöðin og Brennisteinsfjöll (Bláfjöll) eru á Reykjanesbeltinu.

Reykjanesið telst vera virkt gosbelti en þar hefur ekki gosið lengi og ekki líkur á stóru gosi.   

Þar yrði líklegast sprungugos, aðeins með hrauni en ekki ösku, og eru Vallahverfið í Hafnarfirði og Grindavík í mestri hættu. 

Á Reykjanesi var síðast smágos um árið 1340 með 0,3 rúmkílómetra af hrauni. 

Það var rúmlega 2% af því gosefnismagni sem kom upp í gosinu í Lakagígum árið 1783 og 25% af Eldfelli í Heimaey á árinu 1973. 

Árið 1783 kom upp gos á Eldeyjarboða og eftir það hefur oft orðið neðansjávargos út á Reykjaneshrygg.

Frá Hengli í stefnu vestur af Geysi (Laugarfjall) um Langjökul:

Hengillinn er líklegastur til að gjósa en hann er óþægilega nálægt virkjunum og öðrum mannvirkjum. 

Hengillinn er eldstöð, eða eldstöðvar, sem nær í rauninni frá Selvogi til Langjökuls.    

Í Langjökli eru eldstöðvar við Prestahnúk og Þjófadali(Hveravelli).  

Að líkindum yrðu aðeins smágos á vesturgosbeltinu en þau myndu valda einhverju tjóni á raflínum, þjóðvegum eða virkjunum.  

M i ð r e k b e l t i ð frá Langjökli um Hveravelli, Hofsjökul til Vatnajökuls. (Flekaskilin milli E og A.)

Hofsjökull er sofandi og sömuleiðis Kerlingarfjöll (Snækollur) og Tungnafellsjökull (Hágöngur.)

A u s t u r r e k b e l t i ð (norður) er einnig gosbelti og liggur frá Vatnajökli norður í Axarfjörð. (Flekaskilin milli E og A.)

Frá Vatnajökli til Axarfjarðar er rekbeltið og gosbeltið eitt og sama beltið. (Flekaskilin á milli Evrasíu og Ameríku.)

Norðurbeltið hefst við Kverkfjöll (Eystri), og liggur um Öskju, Fremrinámar, Kröflu, og  Þeistareykjabungu út í Axarfjörð.)

Tjörnes þverbrotabeltið liggur þaðan vestur um Skjálfandaflóa milli Húsavíkur og Flateyar. (Sniðreksbelti með þverbrotum.)

Grímseyjar Axarfjarðarbeltið, liggur norðar frá Axarfirði vestur út í Eyjafjarðarál. (Sniðreksbelti.)

Á þessum sniðreksbeltum geta orðið jarðskjálftar allt að 7 stig á Richterkvarða. 

Eyjafjarðaráll er sigdalur á milli Flateyjar Húsavíkurmisgengisins og syðsta hryggjar Kolbeinseyjarhryggjarins.

Um Eyjafjarðarál liggur rekbeltið norður til Kolbeinseyjarhryggjarins og þá erum við komin þangað frá Reykjaneshrygg.  

Ö N N U R   G O S B E L T I   E N   Á  R E K B E L T I N U   Á   M I L L I    E V R A S Í U   O G   A M E R Í K U:

Hliðargosbelti  er frá Snæfellsjökli um Lýsuskarð (Helgrindur) til Ljósufjalla. (Er á Ameríkuflekanun.):  

Snæfellsnesbeltið varð gosbelti fyrir um 15 miljón árum þegar það var nær eldstöðvakerfunum við Grímsvötn og nágrenni. 

Á Snæfellsnesi varð síðast smágos um árið 900 (Eldborg?) með gosefni sem voru 0,2 rúmkílómetrar.

Það eru um 1,4% af gosefnunum úr Lakagígum árið 1783 (Grímsvatnakerfið) en tæp 17% af Eldfelli í Heimaey á árinu 1973. 

Brotabelti er á Arnarvatnsheiði og annað um Borgarfjarðarhérað sem eru ekki gosvirk en orsaka jarðskjálfta.

Suðurlandsbrotabeltið frá Hengli til austurgosbeltisins. (Er á Evrasíuflekanum.)

Það er þverbrotabelti (sniðgengi) frá Reykjanes / Hengilssvæðinu um Grímsnes (Seyðishólar, Kerið) til Heklu og Torfajökulsvæðisins.

Á þessu belti verða hinir stóru og frægu Suðurlandsjarðskjálftar. 

Syðri hluti austurgosbeltisins frá Vestmannaeyjum til norðvesturhluta Vatnajökuls. (Er á Evrasíuflekanum): 

Á hliðarbelti Suðurlands frá Vestmannaeyjum til Torfajökulssvæðisins: 

Eru Surtsey og eldfjöllin Eldfell og Helgafell á Heimaey í Vestmannaeyjum.

Ennfremur Eyjafjallajökull, Katla í Mýrdalsjökli, Hekla og Lakagígar. 

Tindfjallajökull og Torfajökull er einnig á austurgosbeltinu en þeir hafa verið lengi sofandi. 

Katla tengist Eldgjá og er gjáin sú stærsta sinnar tegundar í heiminum af þeim sem eru ofansjávar.

Nyrðri hluti austurgosbeltisins er á flekaskilunum á milli Evrasíu og Ameríku og er einnig kallað norðurbeltið:

Grímsvötn, Bárðarbunga og Þórðarhyrna eru á syðri hluta austurgosbeltinu sem tengist  nyrðri hlutanum um Kverkfjöll (norðurbelti)  

Grímsvatnakerfið tengist Lagagígum þar sem gífurlegt gos varð árið 1783 með 14 rúmkílómetra gosefni.

Loki og Fögrufjöll sem stundum eru kallaður Hamarinn er sjálfstæð eldstöð sem tengist Bárðarbungu.

Norðurgosbeltið, á austurbeltinu, er frá Kverkfjöllum, norður í gegnum Fremri Námar, Kröflu, Þistilreyki og út í Mánársker í Axarfirði.  

Hliðargosbelti  er frá Öræfajökli (þar sem síðast gaus árið 1727) um Esjufjöll (Snæhetta) til Snæfells. 

-----------------

Einfaldast er að kynna sér þetta á vef Veðurstofunnar

http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar

og á vef Jarðvísindastofnunar Háskólans:

http://jardvis.hi.is/

Í þessari frábæru vísindagrein sem ætti að vera skyldulesning: 

http://earthice.hi.is/sites/jardvis.hi.is/files/Pdf_skjol/2008jokull58_mtgetal_volchaz.pdf

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur er með frábært blogg: 

http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/

Á vef ISOR.IS er líka frábært efni á sviði orkurannsókna með snilldarlegum kortum, t. d.:

http://isor.is/sites/isor.is/files/Jar%C3%B0fr%C3%A6%C3%B0i%20og%20jar%C3%B0hiti%20%C3%A1%20Austurlandi%20-%20Haukur%20J%C3%B3hannesson.pdf

Sjá einnig: eldgos.is og 

http://johann.rasmusmath.com/jarvefur/
mbl.is Ísland er tifandi tímasprengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Landið er ekki að springa, en stórgos er klárlega framundan og þeir sem afneita þeirri staðreynd eru ekki í góðum málum því að við getum undrbúið okkur á svo margan hátt fyrir þannig hamfarir að þær verða ekki eins erfiðar fyrir vikið.

Sigurður Haraldsson, 3.1.2013 kl. 02:32

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

En þetta eru engar fréttir Siggi.

Hitt er forkastanlegt og skaðar ferðaþjónustu okkar.

Hvað hélstu að vísindamenn okkar væru búnir að vera að gera allan tímann? Eða Almannavarnir sem nú eru hjá Ríkislögreglustjóra?

Sumar eldstöðvar gjósa einu sinni á árþúsundi, aðrar tvisvar o. s. frv., að meðaltali eru eldsumbrot hérlendis á þriggja til fjögurra ára fresti.

Þetta er allt í hendi, lestu neðsta hlekkinn sem ég setti inn.

Viggó Jörgensson, 3.1.2013 kl. 08:38

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þessi neðsti hlekkur vísar á vísindaritgerð;

Volcanic hazards in Iceland eftir; Magnús T. Gudmundsson, Guðrúnu Larsen, Ármann Höskuldsson og Ágúst Gunnar Gylfason

Þar stendur þetta:

"...The most severe volcanic events to be expected in Iceland are:

(1) major flood basalt eruptions similar to the Laki eruption in 1783,

(2) VEI 6 plinian eruptions in large central volcanoes close to inhabited areas, similar to the Öræfajökull eruption in 1362, which wiped out a district with some 30 farms,

and (3) large eruptions at Katla leading to catastrophic jökulhlaups towards the west, inundating several hundred square kilometres of inhabited agricultural land in south Iceland. With the exception of the 1362 Öræfajökull eruption, fatalities during eruptions have been surprisingly few.

Economic impact of volcanic events can be considerable and some towns in Iceland are vulnerable to lava flows. For instance a large part of the town of Vestmannaeyjar was buried by lava and tephra in a moderate-sized eruption in 1973.

The prospect of fatalities in moderate explosive eruptions

is increasing as frequently active volcanoes, especially Hekla, have become a popular destination for hikers..." Litabreyting VJ.

Viggó Jörgensson, 3.1.2013 kl. 08:40

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og ef þér leiðist útlenskan Siggi þá er þetta svona í íslenska ágripinu sem er aftast í greininni:

"...Þeir atburðir sem talið er að geti valdið mestu tjóni hér á landi eru:

(1) Stórt hraungos svipað Skaftáreldum 1783,

(2) stórt sprengigos eins og Öræfajökulsgosið 1362 sem talið er að hafi eytt Litla Héraði, sveit þar sem voru um 30 bæir fyrir gosið,

og (3) stórt gos í Kötlu sem ylli hamfarahlaupi niður Markarfljót og Landeyjar... ...Ef frá er talið Öræfajökulsgosið 1362... ...hafa tiltölulega fáir farist í sjálfum eldgosunum.

Efnahagsleg áhrif eldgosa geta verið veruleg... ...Sumir þéttbýlisstaðir innan virka gosbeltisins eru berskjaldaðir fyrir hraunrennsli ef gos kæmi upp í nágrenni þeirra. Þannig hagaði til á Heimaey 1973 þegar meðalstórt eldgos kaffærði stóran hluta Vestmannaeyjarbæjar í gjósku og hrauni.

Telja verður að líkur á manntjóni í litlum og meðalstórum sprengigosum

fari vaxandi vegna aukinna vinsælda gönguferða á eldfjöll sem gosið geta með skömmum fyrirvara, einkum Heklu..."    Litabr. VJ.

Viggó Jörgensson, 3.1.2013 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband