Glæparíkisstjórn undir verndarhendi Kína.

Fyrir um áratug voru nokkrar miljónir íbúa Norður Kóreu sveltir til bana.

Á sama tíma lifðu þeir glæpamenn í vellystingum sem halda þar um stjórnartaumanna.

Ennþá eru mörg hundruð þúsund manna eða miljónir í fangabúðum stjórnarinnar.

Og eru þar við einhverjar herfilegustu aðstæður sem hugsast getur í Asíu. 

Stjórn Norður Kóreu hefur leyft sér að eyða þjóðarauðnum í hervæðingu og kjarnorkurannsóknir. 

Og yfirleitt allt annað til að tryggja sér völdin til frambúðar. 

Geimflaugaskot eru aðeins hluti af viðleitninni til að kjarnorkuvopnavæðast. 

Sameinuðu þjóðirnar sendu Norður Kóreu mikla matvælaaðstoð þegar hungursneiðin var þar sem mest. 

Sú aðstoð var öll hirt upp af her stjórnarinnar og varð líkast til að halda glæpaskrílnum við völd.  

Á árinu 2013 er það ein mesta skömm alþjóðasamfélagsins að viðurkenna stjórnina í Norður Kóreu. 

Nú þegar við erum laus við Saddam í Írak og Gaddafi í Líbíu. 

Stórglæpalýðurinn í stjórn Norður Kóreu væri ekki við völd nema fyrir vernd Kínverja.

Kínverja sem keyrðu á skriðdrekum yfir eigin námsmenn á Torgi hins himneska friðar árið 1989.

Og eru, með takmarkalausri ósvífni, langt komnir að eitra fyrir öllum jarðarbúum með skefjalausri mengun.

Í ársbyrjun 2013 má mannkynið skammast sín meira en nokkru sinni fyrr. 

Mest fyrir Kínverja og fylgifé þeirra.  

Eftirskrift:

Nú er svo komið í höfuðborg Kína að þar þarf stundum að fresta flugi út af mengunarþoku.

Sjá grein í New York Times:

http://www.nytimes.com/2011/12/07/world/asia/beijing-journal-anger-grows-over-air-pollution-in-china.html?_r=0
mbl.is Sáttatónn hjá Kim Jong-un
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband