Lögsaga Landsdóms er vafasöm um það atriði.

Neyðarréttarsjónarmið stóðu til þess að ekki væri getið um bankamál í fundarboði, eða fundargerðum ríkisstjórnarinnar.

Vegna yfirvofandi hættu á áhlaupi á bankanna.

Þar sem þeir er höfðu hag af slíku áhlaupi nýttu sér allt sem þeir komust yfir til að blása upp í erlendum fjölmiðlum. 

Þekktasta atriðið á því sviði er aldeilis ótrúleg umfjöllun erlendra fjölmiðla um vandræði fyrirtækisins Gnúps.

Fyrirtæki er eiginlega enginn, utan viðskiptalífsins, hafði nokkru sinni heyrt á minnst. 

Stóra spurningin er hvort að ekki á að skýra 17. grein stjórnarskrárinnar svo:

1. Að halda beri ríkisstjórnarfundi um þau mál sem bera skal upp í ríkisráði.

2. Halda ríkisstjórnarfundi yfirleitt um önnur mál en þau sem bera skal upp í ríkisráði. 

Hér eru haldnir vikulegir ríkisstjórnarfundir um mikilvæg stjórnarmálefni og spyrja mætti hvort það sé ekki nægjanlegt?

Hvort að dómstóla varði það nokkuð, hvort og hvernig þeim málefnum sé háttað fram yfir það?

Ríkisstjórnin er ekki sameiginlegt stjórnvald. 

Hver ráðherra fer einn með sín stjórnarmálefni. 

Afl atkvæða ræður ekki úrslitum í ríkisstjórn. 

Upplýst er að ráðherrar sem fóru með efnahagsmál, fjármál og bankamál voru allir að láta vinna í bankamálum.

Upplýst er að þeir voru með samráðsnefnd, á sínum vegum, til að vinna í þessum málum. 

Þar sem reglulega komu saman fulltrúar þeirra sjálfra, Fjármálaeftirlits og Seðlabanka.  

Aðrir ráðherrar höfðu ekkert með þessi málefni að gera, í stjórnsýslulegum skilningi.

Ekki frekar en alþingismenn þeir er studdu ríkisstjórnina. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband