En studdi samt ákæruna.

Á þessu ári sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson JÁ í atkvæðagreiðslu á Alþingi.

Um að halda áfram með ákæruna á Geir H. Haarde. 

Nú talar hann eins og að það hafi hann aldrei gert. 

Hann man kannski ekki svo langt. 

Þokkalegur þingmaður. 

Eða hitt þá heldur. 


mbl.is „Þungt að sitja uppi með þennan dóm“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... en "Hooverinn" er nú líka siðlaus svo afstaða hans kemur ekki á óvart ...

Jón Garðar (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 15:54

2 identicon

http://eyjan.is/2010/09/28/althingi-samthykkir-33-30-ad-kalla-saman-landsdom-geir-h-haarde-verdur-akaerdur/

''Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafði sig lítið í frammi í þingsölum síðustu daga, en sagðist sannfærður um að flokkssystkin sín í þingmannanefndinni unnið vel. Engu að síður sagðist hann efast um að þær meintu sakargiftir, sem hér væru til staðar, myndu duga til sakfellingar og því sagði hann nei.''

Hér kemur skýrt og fram að upphafleg afstaða hans var að ákæra ekki. Já hans var til að halda málarekstri áfram og klára það sem hafið var. Ekki gleyma því að þetta dómsmál sýnir einnig fram á sakleysi jafnt og sekt. Þessi athugasemd þín á ekki við rök að styðjast.

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 16:32

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þekki það ekki Jón Garðar

en þessi hegðun styður slíka niðurstöðu.  

Viggó Jörgensson, 23.4.2012 kl. 22:10

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hvert ertu kominn í þínum hugleiðingum Helgi Heiðar?  

Finndist þér bara ágætt að þú værir ákærður fyrir nauðgun og að fá málið fyrir dómstóla? 

Til þess að þar kæmi svo í ljós (eftir tvö ár) að þú værir saklaus? 

Þú átt í fyrsta lagi rétt á því að þú sért ekki handtekinn út í loftið.

Þú átt rétt á því að ekki sé hafinn tilhæfulaus opinber rannsókn á hendur þér.

Þú átt rétt á því að saksóknari gefi ekki út ákæru á hendur þér

ef það eru minni líkur en meiri á að þú verðir sakfelldur. 

Og svo áttu rétt á því að allur vafi verði túlkaður þér í hag.

Að endingu átt svo rétt á því að verða sýknaður af því sem þú hefur aldrei brotið af þér.

EN FYRST OG FREMST ÁTTU RÉTT Á ÞVÍ AÐ HÆTT SÉ MEÐ MÁLIÐ.

Strax og það er ljóst að þú hefur ekkert gert af þér.  

Að það sé bara svo gott fyrir þig að halda áfram með það allan ferilinn og enda svo á sýknudómi.

Er ólöglegt og stenst bara engan veginn á vesturlöndum. 

Hvaðan ertu eiginlega að koma?

Viggó Jörgensson, 23.4.2012 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband