26.11.2009 | 18:58
Kanada og NAFTA, Rússland, Kína og Asíulönd, þurfum að líta betur í kringum okkur.
Mikil meirihluti utanríkisviðskipta okkar er á EES svæðinu. Ekki aðeins fer allt að 3/4 útflutnings okkar þangað heldur kaupum við um 2/3 hluta frá þeim löndum.
Þessir viðskipahagsmunir eru útreiknanlegir og ekki víst að þær upphæðir sem við njótum þar í tollahagræði séu slíkar að við ættum að fórna öllu fyrir þessi viðskipti við Evrópulönd.
Þessar þjóðir hafa aðeins sýnt okkur afturendann þó að við höfum ekkert til saka unnið og aðeins farið að öllum þeirra reglum.
Hér vilja nokkrir kratar ganga í ESB jafnvel þó að það kosti sárafátækt í nokkra áratugi hið minnsta.
Við getum þá alveg eins hert ólina og snúið okkar viðskiptum til annarra landa.
Mér skilst að í Kanada hafi menn beðið í heilt ár eftir að íslensk stjórnvöld snúi sér þangað með beiðni um aðstoð.
Mín vegna mætti leigja Rússum eða Kínverjum, land undir herstöð, verslunar- eða siglingamiðstöð.
Nú eigum við að vera opin fyrir öllu öðru en Evrópu.
Það gæti nefnilega vel verið að þegar við værum búin að setja icesave snöruna um hálsinn á okkur að þá yrði okkur samt sem áður hent út af EES svæðinu.
Það er búið spil að við Íslendingar getum treyst þeim sem stjórna Evrópu.
Frostavetur falli Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:53 | Facebook
Athugasemdir
Eins og margir hafa líka bent á er IceSave og ESB umsóknin svo ótrúlega samhangandi að það hálfa væri nóg. Ef við samþykkjum IceSave, þá fáum við aðgöngumiða í "gósenlandið" ESB, þangað sem Samfylkingin vill framar öllu öðru, með VG í eftirdragi. En svo er það ekki nóg með það að við fáum aðgöngumiða, því þegar við höfum samþykkt IceSave, þá verður okkur einfaldlega ekki leyft að segja nei við ESB, þannig er nú það. Því það er augljóst hverjum þeim er vill sjá, eins og margir hagfræðingar hafa sýnt fram á, að við munum ekki geta staðið við greiðslur af IceSave skuldinni í viðbót við allar aðrar skuldir, sem gerir það að verkum að hér verður sultarólin þrengd enn meira, fólk flytur úr landi og erlent fjármagn leitar á önnur mið. Krónan hrynur enn meira nema gjaldeyrishöft verði höfð um ókomna tíð, sem hvoru tveggja fælir frá erlent fjármagn. Þetta mun valda því að við einfaldlega verðum að ganga í ESB þar sem við munum fá gjörgæslumeðferð seðlabanka Evrópu og hugsanlega styrki frá "vinum okkar" í Brussel. Þetta er það sem Samfylkingin vill, þ.e. samþykkja IceSave til þess að við verðum nauðbeygð til að gangast ESB á hönd.
Ég trúi því engan veginn að hér leggist allt í eyði ef við samþykkjum ekki IceSave geðveikina. Hér verður erfitt jú, þar sem við föllum í ónáð af Evrópu, en við getum bjargað okkur samt sem áður. Það er gríðarleg uppsveifla í Kína, sem stóreykur möguleika okkar til verslunar við þá. Þá munum við enn geta verslað við Bandaríkin og Kanada, svo ég tali nú ekki um Rússa. Eins munu Afríkubúar eða Mið-Austurlandabúar alltaf þurfa á fiski að halda, enda fjölgar þeim gríðarlega. Og ef Bandaríkin snúa við okkur baki líka, þá getum við alltaf gert eins og þú bendir á Viggó; boðið Rússum eða Kínverjum aðstöðu hér, jafnvel boðið þeim aðgang að ratsjárnetinu sem nær yfir gríðarstórt svæði, t.d. langleiðina til Bretlands. Við þurfum bara einfaldlega að nýta okkur það að við erum á landfræðilega frábærum stað til þess að eiga alþjóðleg viðskipti, þ.e. ekki bara við Evrópu.
Muddur, 26.11.2009 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.