Stjórnarflokkarnir buðu landsmönnum upp á endurunna úrelta stjórnmálamenn, þau Jóhönnu, Össur og Steingrím, í stað þess að láta þau fara á spjöld sögunnar, þar sem þau eiga heima.
Við þurfum ekki erlendan sérfræðing til að segja okkur að forysta ríkisstjórnarinnar sé ónýt.
Eins og köttur í kringum heitan graut, stíga þau ESB dansinn og vita aldrei í hvorn fótinn á að stíga.
Ljúga blygðunarlaust að þjóðinni að við getum grætt á inngöngu í ESB. Við fengjum meiri styrki en sem næmi kostnaði okkar við icesave. Bara ef við viljum kyngja icesave í forrétt, ESB í aðalrétt, - þá fáum við styrki í eftirrétt.
Viljum við lifa á styrkjum? Er það framtíðarsýnin sem Samfylkingin býður okkur upp á?
Hvað höfum við með stjórnmálamenn að gera sem telja bara ágætt að þjóðin lifi eins og sníkjudýr á styrkjum frá öðrum þjóðum?
Ríkisstjórnin er á móti atvinnuuppbyggingu og aukinni tekjumyndun þjóðarbúsins.
Ríkisstjórnin hagar sér eins og danskir leiguhirðstjórar og einvaldskóngar fyrrum. Skattpína landsmenn bara meira. Það er hjálpræðið af stjórnarheimilinu.
Ef Samfylking og VG ætla að leiða þjóðina inn í framtíðina, þarf nýtt fólk, nýja hugsun, ný ráð.
Ekkert af þessu er sjáanlegt.
Ingibjörg Sólrún: Var lasin og reið á Borgarafundinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.