Ísland að verða nýlenda afbrotamanna frá ESB í boði Samfylkingar?

Sú var tíðin að Bretar sendu afbrotamenn og óþóknanlega í sakamannanýlendur t. d. Ástralíu.  

Nú eru gömlu nýlenduveldin í ESB búin að vekja þennan sið upp aftur.   

Með því að plata Schengen inn á nytsama sakleysingja í Evrópu, eins og okkur Íslendinga.  

Nú er afbrotamönnum beint frá Bretlandi og út á jaðarinn eins og forðum.  

Bretlandseyjar sjálfar eru ekki í Schengen.  Nei takk þeir taka ekki við afbrotaskríl frá Austur Evrópu. 

Afbrotaskrílnum er vinsamlegast beint til nýju sakamannanýlendnanna s. s. Íslands.  

Allt í boði bresku yfirstéttarinnar og þýs hennar, eins og Samfylkingarinnar íslensku?   


mbl.is Fjöldahandtaka á Hvolsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Er eitthvað sérstakt, sem þú hefur fyrir þér í því að þarna sé um menn fædda annars staðar en á Íslandi að ræða?

Sigurður M Grétarsson, 10.11.2009 kl. 21:42

2 Smámynd: ThoR-E

Í þessu tilviki eru aðilarnir af erlendu bergi brotin. 3 konur og 2 karlar.

Þau hafa staðið fyrir ítreköðum glæpum á hvolsvelli.

Vandamálið hverfur ekki þótt við reynum að sussa það niður og kalla fólk rasista sem ræða þessi mál, þessu er ekki beint til þín Sigurður.

En svoleiðis hefur málflutningur fólks verið. 

Ef fólk hefur bent á og varað við slæmri þróun a-evrópskra glæpagengja sem koma til landsins í þeim eina tilgangi að fremja glæpi, brjótast inn, stela og senda þýfið heim..... að þá eru þeir aðilar rasistar, kynþáttahtatarar og illmenni. Eða svo virðast pólitískt rétthugsandi snillingar líta á þetta.

Hvernig væri að vísa fólki sem kemur hingað til að fremja glæpi úr landi við fyrsta brot og leyfa frekar flóttafólki að dvelja hér. Flóttamönnum sem koma hingað og reyna að aðlagast okkar siðum og flestir reyna að læra íslensku og svo framvegis. Það eru heiðvirðir og góðir einstaklingar. En nei, því fólki er vísað úr landi eins og rusli.

Á meðan geta erlend glæpagengi vaðið hér uppi og framið glæpi ítrekað, þrátt fyrir að hafa verið jafnvel handtekið og setið af sér, en síðan sleppt og halda áfram sömu iðju.

Hverskonar forgangsröðun er þetta eiginlega, mér er spurn.

ThoR-E, 10.11.2009 kl. 23:32

3 Smámynd: ThoR-E

http://www.visir.is/article/2009185031018

Lögreglan á Hvolsvelli handtók í dag fimm aðila vegna innbrotahrinu sem riðið hefur yfir Hvolsvöll undanfarna daga. Að sögn Sveins Rúnarssonar yfirlögregluþjóns er um að ræða þrjár konur og tvo karla sem öll eru af erlendu bergi brotin. Lögreglan gerði húsleit á þremur stöðum og fann þýfi, landabrugg og leifar af fíkniefnum.

Sveinn segir að fólkið sé grunað um að hafa brotist inn í söluskála og hótel og tekið þaðan áfengi, vindlinga, mikið af úrum og fleira verðmætt.

Svona fréttir eru í fjölmiðlum á hverjum eina degi.

Þessir glæpamenn setja blett á heiðvirða innflytjendur sem eru hér í meirihluta. Afhverju er ekkert gert í þessu.

ThoR-E, 10.11.2009 kl. 23:35

4 Smámynd: kos

Ég er svo sammála þér AceR. Eins og talað úr mínum munni.

kos, 11.11.2009 kl. 00:48

5 Smámynd: kos

Vil taka það samt fram að ég vil hafa landið opið á sama veg og ég vil geta farið til annarra landa. Mér finnst samt að það eigi að sigta rusl-lýðinn út við fyrsta brot eins og AceR talar um og leyfa frekar heiðviðrum flóttamönnum að setjast hér að.

kos, 11.11.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband