5.11.2009 | 02:42
Hæstiréttur kemur til bjargar og hleypir þeim út. Hafa ekki fengið desert í marga daga.
Ég var að heyra í útvarpinu að Hæstiréttur Íslands hefði nú komist á snoðir um að Héraðsdómur Reykjaness hafi vegna trassaskapar gleymt að senda matseðil fanganna með málsskjölum þeirra. Dómstóllinn átti að prenta út 5 rétta matseðil í lit, þar sem tilgreint skyldi hvað fangarnir áttu að fá að borða í varðhaldinu skv. reglum sem kokkur Hæstaréttar setur.
Þetta hefur leitt til þess að gleymst hefur að bjóða föngunum desert eftir kvöldmatinn og koníak með kvöldkaffinu.
...Vegna þessara misgjörða við hina erlendu ferðamenn, verður ekki komist hjá því að láta þá lausa úr hinu ósæmilega varðhaldi héraðsdóms... Eins og segir í dómsorði Hæstaréttar.
Að sögn Jóns Steinars Gunnlaugssonar talsmanns fanganna í Hæstarétti, hafa þeir lofað að laumast ekki ódæmdir úr landi þrátt fyrir að landar þeirra hafi allir boðist til að lána þeim vegabréfin sín til að sína sofandi sauðum í landamæraeftirliti Shengen í Leifsstöð.
Eða hvort mig dreymdi þetta?
Gæsluvarðhald framlengt á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.1.2010 kl. 15:54 | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þetta sé draumarugl í þér.
Tóti (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 03:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.