Lilja er doktor í hagfræði.
Hún telur að við getum ekki greitt af icesave samningum svo vel sé.
Það þarf í raun ekki að segja meira.
Alþingismenn hafa í raun ekki umboð til að skrifa upp á óútfyllta ávísun sem gæti leitt til gjaldþrots íslenska ríkisins og upplausn eða endalok þjóðfélagsins.
Það er í andstöðu við grundvallarreglur stjórnskipunar hvers ríkis og þjóðfélags að lög geti staðið til þess að granda ríkinu og þjóðfélaginu.
Sú þjóð sem ákvað að stofna Lýðveldið Ísland, verður sjálf að samþykkja svo háskalega áhættu, og það jafnvel með auknum meirihluta.
Eigi að leggja íslenska þjóðfélagið niður verður þjóðin sjálf einnig að samþykkja það.
Getur ekki samþykkt Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.