20.10.2009 | 11:57
Almennir lögreglumenn fái rafstuðbyssu ef ekki koma til auknar fjárveitingar til fjölgunar í löggæslu.
Ef erlend glæpamafía á ekki að taka yfir stjórn landsins og ekki eru til peningar til að fjölga lögreglumönnum - þá er ekki lengur um annað að ræða en að vopna lögreglumenn frekar.
Sérsveitina á að leggja niður sem slíka. Almennir lögreglumenn eiga að fá rafbyssur standist þeir próf hjá sálfræðingi um að þeir séu hæfir til að bera vopn. Ekki er víst að allir standist slíkt próf og einmitt alls ekki sumir í sérsveitinni er hafa dómgreind á við vanvita.
Jafnframt þarf að auka við löggjöfina hörðum refsiákvæðum vegna misnotkunar á rafbyssum eða öðrum vopnum. Það verður að vera óheimilt að beita rafbyssu á börn, unglinga, eldri borgara og fólk sem augljóslega er viti sínu fjær vegna sjúkdóms. Almennt verður að vera óheimilt að beita rafbyssum til svokallaðrar mannfjöldastjórnunar nema að sjálfsögðu á þá sem henda grjóti í lögregluna eða reyna að beita lögreglumenn valdi með vopnum eða handafli. Kjaftbrúk er t. d. ekki grundvöllur afskipta lögreglu af borgurunum hvað þá til valdbeitingar.
Mælir með rafstuðtæki til sérsveitar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Facebook
Athugasemdir
Sammála, full ástæða til að styrkja lögregluna, þyrfti einnig að fjölga þeim.
Kjartan (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 12:13
Sammála
Jón Snæbjörnsson, 20.10.2009 kl. 12:50
Lögreglumenn, eru svona almenn þjálfaðir í slagsmálum, hafa auk þess hnapp til að kalla á aðstoð. Því er spurning þurfa þeir meiri og hættulegri vopn. Ef glæpamaðurinn er með vopn, þá duga þessar rafbyssur ekkert. Það hefur almennt gerst að eftir því sem vopnabúnaður lögreglu eflist, því öflugri verða vopn misyndismanna og þeir beita þeim líka á óvopnaðan almenning
Kristinn Sigurjónsson, 20.10.2009 kl. 13:28
Bara eitt atriði við þetta Kristinn, það er búið að fækka svo mikið í röðum lögreglumann að það mundi enginn koma í aðstoð þegar þú ýtir á hnappinn.... ;-)
Jói (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 13:35
Hvernig er með pipar-úðann.
Maður hefði haldið að hann ætti að geta stöðvað hvaða menn sem er.
Meiri líkur á að þú getir stöðvað hópárás á þig með piparúða heldur en rafbyssu.
Síðan á lögreglan að sinna meira forvarnarstarfi.
=Banna t.d. Vítisenglanna alveg; áður en þeirri verða fjölmennari og ná fótfestu.
Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.