16.10.2009 | 15:06
Af hverju voru þeir sem lúbörðu lögreglumenn ekki reknir úr landi?
Linkindin við glæpamenn er alveg með ólíkindum hér á landi. Inngangan í Schengen var ekki annað en heimboð til allra glæpamanna í Evrópu um að gjöra svo vel og hreiðra hér um sig.
Skv. frétt um týndu og fundnu mansalkonuna voru menn sem biðu eftir henni og eru nú í gæsluvarðhaldi.
Meðal þeirra var maður sem var í hópi þeirra sem lúbörðu óeinkennisklædda fíkniefnalögreglumenn í fyrra.
Hvers vegna í ósköpunum voru þeir ekki reknir úr landi strax á eftir? Allt lagaverkið um útlendinga er ónýtt fyrir okkur venjulega borgara og lögreglu.
Það er engu líkara en að lög um frjálst flæði fólks innan Schengen séu samin af helstu glæpaforingjum Evrópu.
Svo loksins þegar eitthvað hikstar af stað í kerfinu þá mætir okkar eigin skríll, óvitar og hyski heim til dómsmálaráðherra til að mótmæla því harðlega að lögbrjótar séu sendir úr landi.
Ekki vantar að kjánarnir á fjölmiðlunum mæta og taka viðtöl við mótmælendur sem vilja auðvitað bjóða öllum öðrum skríl til landsins til að þeir hafi alþjóðlegan félagsskap. Viðmælendur tala mikið um réttindi allra en hafa sjálfir aldrei heyrt minnst á skyldur t. d. að fara skuli að lögum.
Götuvændi stundað í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.1.2010 kl. 15:48 | Facebook
Athugasemdir
Sammála.
Svo má maður ekki "anda" á þessa útlendinga án þess að vera kallaður rasisti.
Það eitt að útlendingar og flestir þeirra frá austur-evrópu eru í meirihluta í fangelsum landsins sýnir að ákveðnir hópar þeirra eru orðnir að stórvandamáli.
Þar fyrir utan þá leggjast þeir með miklum þunga á félagslega kerfið og misnota það
enda er t.d búið að takmarka komur þeirra til mæðrastyrksnefndar.
Íslendingar eiga fyrst og fremst að hjálpa sínu eigin fólki. Bara heilbrigð skynsemi.
Ætli að Íslendinga fengju að leggjast á pólska "velferðarkerfið" ?
NEI,þeir yrðu ekki sendir úr landi.
Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 15:33
Það er munur á a-evrópskum glæpamönnum og flóttamönnum sem eru að flýja stríðshrjáð lönd.
En ég tek undir með þér að það er með ólíkindum að menn sem fremja hér alvarlega glæpi, ítrekaða þjófnaði, kynferðisbrot og ofbeldisbrot virðast getað dvalið hér án athugasemda nánast.
En á meðan eru 4 flóttamenn sendir burtu.
Held að það ætti að endurskoða forgangsröðina eitthvað aðeins betur.
ThoR-E, 16.10.2009 kl. 15:49
Toppurinn er auðvitað maðurinn sem ekki mátti koma til landsins, kom samt á sínu eigin nafni og var búin að vera hér á ATVINNULEYSISBÓTUM í fjóra mánuði, þegar upp komst. Eitthvað mikið að bæði hjá landamæraeftirlitinu og vinnumálastofnun. Það er 2009 og tölvuöld - einhversstaðar hefði kerfið átt að flauta.
Sigrún Óskars, 16.10.2009 kl. 16:07
Það mun vera hægt að biðja Umboðið [Comission] í Brussel um undanþágur frá frjálsu flæði t.d. ef það veldur kostnaði sem dregur úr samkeppnihæfni. Svo er hægt að beita aðferðum eins og sum Meðlimaríki gera hvað varðar tungumálkunnáttu. Svo er hægt að tékka á kennitölum sem eru á leið inn í landið? Fyrir þá þegna EU sem eru hér á landi og eru til fyrirmyndar er þessi glæpasamhyggja ráðamanna hin mesta pína að mínu mati.
Svo líka spurning um að fá hér lögreglumenn frá meginlandinu sem kunna á sitt fólk eða er vanir að ganga í skokk á fólki [meintu glæpa hyski] að menningararflegum ástæðum.
Það fylgir Schengen ábyrgð og þeir sem þekkja til á meginlandinu máttu vita um innri kostnaðinn sem myndi fylgja í kjölfarið.
Meðlima-Ríkja sem fara að auglýsa sig aumingja góð uppskera í samræmi en það er engin afláttur veittur að Meðlima Gjaldinu. Hver þjóð ber ábyrgð á sínu allar í samkeppni. Sem endar með því að allt velferðakerfi jafnast út og minnkar frekar en hitt.
Þetta vita þeir sem hönnuðu EU stýrikerfið mæta vel.
Júlíus Björnsson, 16.10.2009 kl. 16:43
Er þetta ekki fjölmenningin sem "allir" eru svo helteknir af.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.10.2009 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.