Hvítflibbamálin tefjast þá svo mjög að refsingar verða óhjákvæmilega felldar niður.

Það er ekki nóg að moka peningum í Evu Joly og sérstaka saksóknara. 

Þegar málin frá sérstökum saksóknurum verða tilbúin til dómsmeðferðar gengur auðvitað ekki að þau bíði í nokkur ár hjá dómstólunum út af fjárskorti og uppsöfnuðum málahala.  Það gæti leitt til þess að málin ónýttust þar sem óhóflega langur málsmeðferðartími er í andstöðu við mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. Sakaðir menn eiga rétt á að mál þeirra séu afgreidd snurðulaust þannig að þeir geti sem fyrst haldið áfram með líf sitt og sinna nánustu. 

Íslenskir dómstólar hafa oft fellt niður refsingar á undanförnum árum vegna málstafa.   Í þeim málum hafa málin yfirleitt tafist á rannsóknarstigi en ekki hjá dómstólum.  

Það væri svo í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að taka tiltekin mál fram fyrir í dómsmálaröðinni.   Þá yrði þeim refsað sem teknir yrðu framfyrir en hinir slyppu við refsingu sem alltaf væru settir aftast í málaröðina.    


mbl.is Dómstólum gert að spara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er með ráðnum hug gert til að útrásarglæpahyskið sleppi. Þeir voru búnir að kaupa sér frið. Svo eru stjórnarliðar svo samtvinnaðir spillingunni að það má hellst ekkert rannsaka,það gæti hitnað undir ýmsum.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 16:36

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Sammála Árna Karli, stjórnmálamenn eru of "innvinklaðir" í málið.

Sigrún Óskars, 11.10.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband