10.10.2009 | 17:24
Lekinn úr forsætisráðuneytinu augljóslega viljandi til að spilla fyrir norskri lausn án ESB og AGS.
Spunameistarar Jóhönnu hafa augljóslega lekið fundargerð um álit manna í Seðlabankanum um mögulegar afleiðingar þess að afþakka lán frá AGS til að kaupa okkur inn í ESB. Augljóslega gert til að spilla fyrir norskri leið og öðru en ESB inngöngu.
Hafi einhverjir í Ameríku trúað blint á frjálshyggjuna og Steingrímur á Stalín í æsku - þá eru Jóhanna Sigurðardóttir og ESB sinnar engu betri.
Ofsatrú á ESB er ekkert betri en önnur ofsatrú og kreddur. Samfylkingin ætlar að teyma okkur inn í ESB hvað sem það kostar. Það er vandamálið, HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR.
Það getur vel verið að það henti okkur einhvern tíma að ganga í ESB en það yrði þá að vera algerlega skv. hagsmunum íslensku þjóðarinnar, svo sem engar veiðar ESB í landhelgi okkar né yfirráð yfir landi eða orkuauðlindum.
Innganga í ESB er ekki raunhæf nú um stundir. Ekki er sjáanlegt að ESB muni samþykkja lífsnauðsynlegar forsendur okkur í fyrirsjáanlegri framtíð.
Mun ekki biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.1.2010 kl. 15:45 | Facebook
Athugasemdir
Jóhanna er að fara yfirum
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 10.10.2009 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.