Tvöföld yfirbygging lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Bara vera með einn lögreglustjóra í landinu.

Hitinn og þunginn af öllum lögreglumálum er á höfuðborgarsvæðinu.  Í öllum stórum málum á landsbyggðinni fara menn frá höfuðborgarsvæðinu til stjórnar eða aðstoðar. 

Það er löngu orðið ljóst að tvöföld yfirbygging er á lögreglunni.   Þeir sem eitthvað kunna eru orðnir einhvers konar lögreglufulltrúar, varðstjórar, yfirlögregluþjónar o.s.frv og þurfa aldrei að fara út af lögreglustöðinni nema í sólskini.  Aðeins eru nokkur hundruð metrar á milli embætta ríkislögreglunnar og höfuðborgarlögreglunnar.  

Samkvæmt kjarasamningum þurfa fullþroska lögreglumenn ekki að ganga vaktir. 

Áður fyrr mættu í útköll fullorðnir menn með reynslu og myndugleik til að leysa flest mál með lagni.  Fyrir þessum mönnum, með hvít kaskeiti á höfði var borin virðing eins og þeir áttu skilið.  Á þá leit maður sem einhvers konar velviljaða foreldra sem beittu fortölum. 

Í útköll nú til dags mæta krakkar í verkstæðisgalla með sixpensara á höfðinu með drasl dinglandi utan á sér eins og hermenn í Afganistan.  Þessir krakkar eru slæmir á taugum með stuttan þráð.  Til að reyna að fela öryggisleysi sitt og vangetu er framkoman oft hrokafull.   Slíkir lögreglumenn eru einatt fljótlega komnir í þras, rifildi og slagsmál við viðstadda. 

Það væri ágætt ef börnin í lögreglunni yrðu aftur í fylgd með fullorðnum.  

Það er svo aftur annað mál að nær allir lögreglumenn hafa einlægan vilja til að vinna gott starf og bæta samfélag okkar. 

Við kjósendur höfum hins vegar sent tóma aula á löggjafarsamkomuna.  Þess vegna eru  heilbrigðismál, félagsmál og löggæslumál ekki í forgangi eins og allur almenningur vill.  

Það er rétt hjá danska lögreglustjóranum að Schengen er heimboð fyrir glæpamenn og mafíu.  Útlendir stórglæpamenn vaða hér uppi og jafnvel lúberja lögreglumenn okkar eins og harðfisk.   Það er hluti skýringarinnar á því hversu lögreglumenn eru orðnir slæmir á taugum og að reyndari lögreglumenn brenna út í starfinu og hætta.  

Eins og venjulega á Íslandi munu alþingismenn ekki vakna af doðanum fyrr en einhver þeirra verður drepinn á götu af glæpalýð.    Því miður verður það fljótlega ef svo fer sem horfir um fjárveitingar til lögreglu og linkind við glæpamenn. 

Ætli stjórnmálamenn ekki að taka á honum stóra sínum verðum við að vopna þá fáu lögreglumenn sem eftir verða.  Einn og einn dópisti og dólgur verður þá skotinn öðru hverju.  Vilja menn það ? Bætir það þjóðfélagið að lögregla og glæpamenn vopnist frekar?


mbl.is Stöður dómsstjóra felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband