Frekar átt að styrkja Landsspítalann og heilbrigðiskerfið. Tónlistarhúsið eru okkar Versalir.

Það kann vel að vera að Tónlistarhúsið geti styrkt hér ferðaþjónustu og ráðstefnuhald og jafnvel borgað sig á endanum.  

Margt var þó á undan í forgangsröðinni hjá venjulegum Íslendingum.  Er þar nóg að nefna sjúkrahúsin og öldrunarþjónustu. 

Eða löggæslu og velferðarmál.   

Að því leyti minnir tónlistarhúsið á Versali Loðvíks XIV en hann var auðvitað fullkomlega veruleikafirrtur. Hann lét her manns vaða drulluna og veiða þúsundir smáfugla til matar, þó ekki fyrir sveltandi almenning.  Honum sjálfum þótti nefnilega góðar spörfuglatungur.   

 

"...L'État, c'est moi..."  eða "...ríkið það er ég... " 

Á Loðvík að hafa sagt við fjármálaráðherra sinn í forundran.  Fjármálaráðherrann fann að persónulegum kostnaði einvaldsins sem þýddi að ríkið náði ekki endum saman.  Einvaldurinn taldi að ríkisreikningurinn væri hans persónulegi reikningur og auðvitað gæti hann því byggt hallir og haldið sig konunglega að vild.   Ekki að undra að almenningur drægi síðar fram fallöxina.     


mbl.is Agndofa og þakklátur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt hjá þér Viggó,

þetta hús er svo mikið bull og dæmi um mikilmennskubrjálæði tiltölulega fámenns hóps misvitringa og frekjuhunda/kvenna.

Á Íslandi búa ekki milljónir manna, .........halló !

Almenningur getur ekki staðið undir svona snobberís gluggapósti !

Hér borgar sig ekkert vegna þess að forsendurnar eru alltaf rangar !

Það ætti að tjarga og fiðra alla þessa vitleysingja sem komu þessu bulli af stað og setja í gapastokk i Austurstræti og þar gæti almenningur (þeir sem lifa undir fátæktarmörkum, arðrændir aldraðir og öryrkjar og atvinnulausir og allir þeir sem eru búnir eða eru að missa eigur sínar) hrækt á þetta lið eða skvett úr hlandkoppum sínum á það eða grýtt með fúleggjum.

Þetta eru ´´nýju fötin keisarans´´ nútímans !

Halli (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 12:09

2 Smámynd: Rebekka

Það er alltaf hægt að setja meira fé í löggæsluna, heilbrigðiskerfið og félagsþjónustuna.  En það þýðir samt ekki að listirnar eigi að svelta.  Byggingu almennilegs tónlistarhúss á Íslandi hefur verið frestað í áratugi nú þegar, og löngu, löngu kominn tími á að það rísi. 

Rebekka, 4.9.2009 kl. 12:37

3 Smámynd: drilli

Ég leyfi mér að umorða  örlítið athugasemdina hjá henni Rebekku hér á undan:

 Það er alltaf hægt að setja meira fé í tónlistarhús,leikhús og aðra afþreyingarþjónustu.  En það þýðir samt ekki að löggæslan, heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan eigi að svelta.  Byggingu almennilegs hátæknisjúkrahúss á Íslandi hefur t.d. verið frestað í áratugi nú þegar, og löngu, löngu kominn tími á að það rísi. 

Sveitamannakomplex Íslendinga birtist eins greinilega og mögulegt getur orðið í þessu útblásna tónlistarhúss ferlíki, sem N.B. er stærra en þeir telja sig þurfa á hinum norðurlöndunum.

SVEIATTANN ! ! ! 

drilli, 4.9.2009 kl. 15:41

4 identicon

Pökkum þessu í plast næstu 10 árin. Ver húsið og sparar byggingarkostnaðinn. Sama vinnuaflið getur unnið við það, svo enginn þarf að missa vinnuna þess vegna.

Sparnaðinn má leggja í grunnþarfirnar; heilsu og menntun. Vissulega er list og menning líka mannleg þörf - en við erum hreint ekki að hruni komin á þeim vettvangi. Steypa er hins vegar bara steypa.

Öndin trítilóða (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband