Rökvilla. Allt samkvæmt lögum frá Alþingi og ESB undir eftirliti FME og ESB. Ríkið gat stöðvað Landsbankann en gerði ekki.

Fjármálaeftirlitið FME,  hafði lagaheimild til að víkja stjórnendum fjármálafyrirtækja frá störfum, færu þeir ekki eftir fyrirmælum áminningum og reglum.  FME hafði heimildir til að leggja á stjórnvaldssektir, (févíti) væri ekki farið eftir reglum.  Ennfremur hafði FME heimild til að afturkalla starfsleyfi banka og einnig banna tiltekna starfssemi þeirra. 

Ekki hefur heyrst að FME hafi gert neitt af þessu, þar til bankarnir voru yfirteknir. 

Af þessu verður ekki dregin önnur ályktun en sú að FME hafi talið að bankarnir færu að  lögum.  Ef ekki þá liggur meint ábyrgð af aðgerðaleysi hjá FME, það er íslenska ríkinu sem getur ekki frekar en aðrir farið í mál við sjálft sig. 

Þar er saksóknara og dómenda að fjalla um mögulega sekt manna en ekki stjórnmálamanna. 

Steingrímur ætti að athuga að það er bara í fasistaríkjum sem stjórnmálamenn ákveða hverjir eru sekir eða saklausir.


mbl.is Ríkið í mál vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þú sért að misskilja réttarfarið eitthvað Viggó.  Valdi menn öðrum tjóni þurfa þeir í flestum tilfellum að bæta það.  Valdi menn ríkinu tjóni er það ráðherra að reyna að fá það bætt.  Ástæðulaust að flækja það meira.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 13:25

2 identicon

Ég hef sjálfur lent í því að þurfa að greiða háar bætur vegna mistaka í hönnun (húsateikningum).  Þetta voru teikningar sem Byggingarfulltrúi viðkomandi sveitafélags yfirfór og samþykkti og var hann einnig eftirlitsaðili á byggingaframkvæmdinni sjálfri.

Þetta var erfið reynsla sem ég lenti í og barningur meðal annars við byggingaryfirvöld.  Niðurstaðan var sú að eftirlitsaðili er aldrei ábyrgur fyrir mistökum.

Þó svo að verkið hafi verið unnið af hlutafélagi í minni eigu þá var ábyrgðin mín persónulega.

Sigurður (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 13:49

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Nei nei Gísli minn ég skil réttarfarið nefnilega mjög vel. 

Þú segir ...flestum tilfellum...  Af hverju ekki öllum tilfellum?

Það er af því að samkvæmt sakarreglu skaðabótarréttar þurfa tiltekin skilyrði að vera uppfyllt. 

Þar á meðal eru skilyrði um saknæmi og ólögmæti.   Hvar liggur ólögmætið í þessu máli að þínu mati?  Fram hefur komið að fjármálaeftirlit Íslands, Holllands og Bretlands voru búin að fjalla um icesave frá upphafi og ekkert fundið sem var ólöglegt.

Rétt fyrir hrun gerði FME svokallað álagspróf á íslensku bönkunum sem þeir stóðust með prýði að mati FME.  Hvar liggur saknæmið þá að þínu mati vegna tilurðar icesave.  

Viggó Jörgensson, 21.8.2009 kl. 14:10

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Sigurður. 

Í þínu máli hefur þú verið persónulega ábyrgur af því að réttindi þín sem hönnuður eru bundin við þína persónu en geta ekki verið á hendi lögaðila.  Ekki frekar en lækningaleyfi eða önnur persónubundin réttindi.

Þú segir að þú hafir borið ábyrgð á því að ekki var unnið eftir lagareglum um hönnun bygginga.  Þar er ólögmætisskilyrðið komið.  Þetta voru mistök af gáleysi og þar er saknæmisskilyrðið uppfyllt.  

Þessi tvö skilyrði vantar vegna stofnunar icesave.  

Viggó Jörgensson, 21.8.2009 kl. 14:18

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Íslendingar eru ofdekruð þjóð sem mótmælir með því að stofna til facebook mótmæla, safna undirskriftlistum, nöldra á kaffistofum um hvað ástandið sé svo lélegt og óréttlátt en hvað gerir það ? jú fær sér meira kaffi og nöldrar meira... er fólk og upptekið að stofna mótmælalista á facebook ? Það er búið að brjóta niður sjálfstraust íslendinga og við erum lifandi afturgöngur og það er hlegið að okkur erlendis. Fólk er tilbúið að skella sér á allskonar uppákomur, sem dæmi mættu 30.000 manns á Fiskidaginn á dalvík, 30.000 manns ! og það mættu hvorki meira né minna en 80.000 manns á Gay Pride og þetta getur fólk mætt á en þegar það er verið að biðja fólk um að mæta til að mótmæla þá mæta nokkur hundruð hræður, t.d. mættu tæplega 3.000 mættu á samstöðufund vegna IceSave ... eru íslendingar með öll ljós kveikt og engan heima ? Um helgina er menningarnótt og má búast við 80.000 - 100.000 manns á þá menningarnótt, það er alveg kjörið að láta þetta verða stærstu mótmæli íslandssögunar og gera uppreisn "Power To The People" Ég vill fara að sjá 100.000 manns marsera að alþingi, bönkum og öðrum lánafyrirtækjum og bera þetta lið út með valdi eða gefa því viku til að hypja sig og kalla svo eftir aðstoð frá Interpol því hérna er verið að arðræna landið með aðstoð skilanefnda sem sendir almenningi reikninginn.

http://simnet.is/freebsd/facebook1.jpg

Sævar Einarsson, 21.8.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband