Reka allt þetta fólk úr landi strax. Semja um að það taki út refsingu heima hjá sér.

Síðan við gengum í Schengen geta glæpamenn frá fyrrum kommúnistaríkjum athafnað sig hérlendis að vild.

Við eigum að ganga aftur úr Schengen þannig að við getum krafið fólk um sakavottorð og skráð það inn í landið.  

Þeir sem hafa sakaferil eiga að fara til baka með sömu flugvél og þeir komu.  

Íslendingar eiga í öllum tilfellum að semja um að erlent fólk taki út fangelsisrefsingu í sínu heimalandi.

Viðkomandi eru þá nær ættingjum sínum og ekki að kenna íslenskum sakamönnum eða sammælast við þá um samstarf við glæpaverk eftir afplánun. 

Sé ekki hægt að senda menn úr landi í afplánun, á að vista alla erlenda glæpamenn í sérgreindu  fangelsi. 

Þegar ákveðið var að íslenskir fangar gætu menntað sig í refsivistinni var ekki átt við að þeir lærðu til alþjóðlegrar glæpamennsku af erlendum föngum.


mbl.is Þjófahringur upprættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband