17.8.2009 | 01:28
Öll löndin í Evrópubandalaginu og ESS verða að greiða Icesave með okkur.
Regluverkið var stórgallað og gerði ekki ráð fyrir að svo margir og stórir bankar gætu hrunið í sömu kreppunni.
Regluverksmenn í ESB klúðruðu málinu bara algerlega.
Rétt aðferð hefði verið einn sameiginlegur tryggingasjóður á öllu EES svæðinu. Það lagði ég til hér á blogginu strax í haust. Nú hafa meira að segja erlendir blaðamenn uppgötvað þessa leið.
Um þetta á að semja í icesave samningnum og fallist Evrópumenn ekki á þessa sanngjörnu og eðlilegu tillögu er það leikhús fáránleikans að ætla að semja við sömu tréhausa um nánara samstarf á öðrum sviðum svo sem eins og að ganga í ESB og leyfa Spánverjum að ryksuga hér upp allan fisk alveg upp í skólpræsi. Spánverjar eru fullir 8 daga í viku og hlusta ekkert á neitt röfl frá Brussel. Þeir eru með mörg hundruð ára starfsreynslu í ránum og nýlendukúgun og myndu með hraði drepa hvert kvikindi í sjónum hér við land. Slíkir verkmenn láta nú ekki reglurnar tefja sig. Spánverjar eru engir eftirbátar Breta og Hollendinga í nýlendukúgun og ránum, enda með landeyður eins og kóng og aðal svo sem eins og önnur núverandi og fyrrverandi nýlenduræningjaríki sögunnar.
Fallist Evrópumenn ekki á þessa eðlilegu kröfu um sameiginlegan tryggingasjóð fyrir allt EES svæðið, þá hefur það engan tilgang að ræða meira við menn í Brussel; London eða Hollandi.
Fleiri fari að dæmi Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.1.2010 kl. 15:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.