28.7.2009 | 23:46
Kjarnastarfssemi ríkisvaldsins. Heilbrigðismál, löggæslumál, menntun, velferð. Stjórnmálamenn athugi hlutverk sitt.
Ef þjóðin væri spurð er ég viss um að hún myndi setja heilbrigðismál n. 1. n. 2 yrði löggæsla, velferðarmál og menntamál, þ. e. þjóðfélagsleg björgunarmál.
Það er löngu orðið tímabært að stjórnmálamenn athugi til hvers þeir eru kosnir. Þeirra hlutverk er ekki að fjársvelta sjúkrahús og heilsugæslu þannig að heilsutjón hljótist af.
Þeir eiga ekki að fjársvelta lögreglu þannig að þjóðfélagið verði griðland glæpamanna á vesturlöndum.
Flottræfilsháttur sem almennt flokkast undir menningu (hámenningu) og listir verða að víkja til hliðar í harðæri. Rándýrar lúxusbyggingar og monthús verða að bíða.
Sameina þarf ríkisstofnanir. Fækka þarf alþingismönnum. Skera duglega allan kostnað annan en kjarnastarfssemi. Ekki á þó að segja upp ríkisstarfsmönnum. Það er ekkert betra fyrir þjóðfélagið að fjölga atvinnulausum. Setja stöðugildin til sjúkrahúsa, velferðarmála og í löggæslu.
Algjör misskilningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.1.2010 kl. 15:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.