24.4.2009 | 12:39
VG vill ekki opinbera gögnin fyrir kosningar, hvar er öll lýðræðisástin hjá kommúnistum?
Það er auðvitað helber dónaskapur við kjósendur hjá Árna VG komma og formanni utanríkismálanefndar að segja að Alþingi geti ekki sagt íslenskum almenningi satt og rétt frá um öll mál.
Alþingi er auðvitað yfirvald yfir öllum rannsóknarnefndum og getur og á að segja okkur satt frá.
Þarna er augljóslega eitthvað óþægilegt fyrir Samfylkinguna og ráðherra hennar, sem á að leyna fram yfir kosningar.
Siv segir atburði ævintýralega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já þetta er nú allt gagnsæið í opinberri stjórnsýslu VG og S. Búsáhldabyltingarfólk heimtaði gagnsæi. Hvar er það nú? Hræsni og ofbeldi VG og S er það sem nú ræður.
kallpungur, 24.4.2009 kl. 12:57
Gleymdu því ekki að hrunið var í boði SjálfstæðisFLokksins. Geir var höfundur og aðalpersóna þessa harmleiks. Vg kemur ekki að sviðinu fyrr en þjóðin hafði nánast borið Geir út úr Stjórnarráðinu. Ennþá eru uppi raddir þess efnis að gögnum hafi verið eytt meðan Geiri var í Forsætisráðuneytinu. - Við þurfum langt frí frá frjálshyggjunni.
Kolla (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 12:59
Foryztumenn brezkra vinstrimanna eru að sjálfsögðu "í boði Sjálfstæðisflokksins" og heimskreppan líka.
Skúli Víkingsson, 24.4.2009 kl. 13:06
Skúli, þú veist það eins vel og ég að Bretar eru ekki í neinum vanda samanborið við Íslendinga, enda er þeirra krísa ekki 12-föld þjóðarframleiðsla eins og hér. Íslenskir olígarkar voru í boði SjálfstæðisFLokksins fyrst og fremst, Framsókn þar á eftir og Samfylkingin lét þetta viðgangast til að fá að vera í ríkisstjórn. Við þurfum langt frí frá frjálshyggjunni.
Kolla (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 13:25
Er ekki Steingrímur ásamt Jóhönnu í forsvari fyrir ríkisstjórn sem svo sannarlega ætlaði að hafa allt uppi á borðinu? Hvernig væri að standa við stóru orðin? Strax í dag!
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 13:54
Ef við kjósum hrunmeistarana aftur yfir okkur, missir umheimurinn endanlega álit á okkur. Það færi auk þess með geðheilsu þjóðarinnar. Þið munið eftir Geir á blaðamannafundunum í vetur þar sem hann skammtaði "upplýsingar" eins og skít úr hnefa.
Kolla (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 14:14
Í tilefni fyrirsagnar þinnar: dv í dag. Kannski bara betra að líta í eigin rann!!!!!
Kolla (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.