16.4.2009 | 09:03
Var hún ekki að tala um forstjóralaunin? Nú eru engar forsendur fyrir miljónaforstjóralaunum lengur.
Ríkið yrði að greiða markaðslaun hét það fyrir kreppu. Nú eru þær forsendur foknar út í veður og vind. Það er fráleitt að einhverjir ríkisforstjórar séu miklu launahærri en viðkomandi ráðherra.
Þetta á að laga með einu pennastriki, segja upp samningum viðkomandi og semja á nýjan leik. Vilji starfsmaðurinn ekki starfa áfram á lægri launum er hægt að auglýsa stöðuna.
Orð Katrínar falla í grýttan jarðveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
VG hafa líka talað fyrir hátekjuskatti. Þeir tala um að öll laun sem eru hærri en 500 þú. á mánuði, beri hátekjuskatt, þ.e. samanlagðar tekjur HJÓNA fara yfir 500 þús. á mánuði.
Kristján P. Ólafsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 09:26
Ég er nokkuð viss um að það var talað um 2 þrep:
1) Tekjur einstaklings yfir 500 þús eða sameiginlegar tekjur hjóna yfir milljón
2) Tekjur einstaklings yfir 700 þús eða sameiginlegar tekjur hjóna yfir 1.400 þús
Þetta þýðir að ef annað hjóna er atvinnulaust byrjar hitt ekki að greiða hátekjuskatt fyrr en í milljón. Ef annað hjóna er með 250.000 í tekjur kemur enginn hátekjuskattur fyrr en hitt er komið í 750.000.
Förum nú ekki að skálda hluti á blogginu jafnvel þó að okkur líki ekki við þennan eða hinn flokkinn.
Kári (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.