Af hverju ekki síðustu 24 mánuði fyrir frestdag, eins og lög gera ráð fyrir varðandi tengda aðila?

Gjaldþrotalögin gera ráð fyrir að skiptastjóri geti krafist riftunar allt að 24 mánuði aftur í tímann miðað við frestdag.   Þessi frestur á við um eigendur, stjórnendur, aðila þeim nákomnir og aðila í eigu allra framangreindra.  Þ. e. a. s. að menn eru nánast að hygla sjálfum sér og sínum gegn betri vitund.  Þeir sem þiggja eru bótaskyldir gagnvart þrotabúinu að því marki sem greiðslan var of lág eða óeðlileg.  

Það hlýtur að vera rangt farið með að skiptastjóri miði við 6 mánuði gagnvart þessum aðilum. 

Það væri þá silkihanskameðferð og algerlega óeðlileg vinnubrögð og ekki í samræmi við gjaldþrotalögin, nema svo ólíklega vilji til að nákvæmlega 6 mánuðum fyrir frestdag hafi félagið verið gjaldfært en ekki daginn eftir eða síðar.    

Sjá gjaldþrotalögin, fyrst 3. gr. og svo XX kafla 131. gr. og áfram. 

 http://www.althingi.is/lagas/136a/1991021.html


mbl.is Tilfærslur eigna úr búi Baugs rannsakaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband