Eina kommúnistastjórnin á vesturlöndum vekur auðvitað athygli.

Það er auðvitað þjóðarhagur að þessi stjórn geri fleira gott en slæmt og vonandi tekst henni það.

Fyrrverandi flugfreyja er efnahagsráðherra sem meinar vel. 

Fyrrverandi óeirðaseggur úr stúdentapólitíkinni er ráðherra diplómatískra mála við önnur ríki. 

Svartsýnasti þingmaður fyrr og síðar, sem er á móti öllum framförum, er fjármála- og atvinnumálaráðherra. 

Gamall plötusnúður úr útvarpi og pöpulisti er umhverfisráðherra 


mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Það er þó miklu mun skárra en veruleikafirringin sem þarna var fyrir... - hvernig væri nú að einbeita sér að því sem gera þarf áður en land og þjóð fari endanlega til fjandans vegna þess ástands sem vanhæfni XD í fjármálum kom okkur í? Þætti skynsamlegt af hægri fólki að skoða aðeins hvað fór úrskeiðis, sýna iðrun og vilja til að bæta fyrir mistök ykkar - líka þið þarna sem kusuð þetta fólk yfir okkar.

Birgitta Jónsdóttir, 2.2.2009 kl. 08:22

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég skrifaði aldrei upp á frjálshyggju, þó að ég sé löngu orðinn þjóðlegt íhald. 

Ég er sammála þér að þeir biðjist afsökunar sem ábyrgð ber.  Sá listi byrjar á Wall Street og áfram. 

Sumir fengu meira að segja Nóbelsverðlaun fyrir bullið. 

Viggó Jörgensson, 2.2.2009 kl. 08:57

3 Smámynd: Einar Steinsson

Frasinn í fyrirsögninni er frekar þreyttur og sorglegur, ótrúleg fíla sem sjálfstæðismenn eru í og eiginlega fyndið að fylgjast með því hvernig þeir haga sér. Gæti trúað að þeir hafi farið í "starfskynningu" á einhvern leikskóla til að kynna sér hvernig óþroskaðir einstaklingar haga sér þegar þeir tapa.

Það á eftir að koma í ljós hvernig þessi ríkisstjórn stendur sig en það er lítil hætta á að hún toppi sjálfstæðismenn (og framsókn ef út í það er farið)  í vanhæfni, það er eiginlega bara ekki hægt.

Einar Steinsson, 2.2.2009 kl. 08:59

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er þetta einhverskonar vanmáttug tilraun til að rakka niður hina nýju félagshyggjustjórn? Ef þetta er kommúnismi, þá er það í öllu falli skárra en fasisminn sem einkenndi vinnubrögð fráfarandi stjórnar! Auk þess eru svona flokkadrættir eins og hægri/vinstri eða barátta "lýðræðisafla" við kommúnisma og alræði, allt saman hlutir sem tilheyra 20. öldinni og eru núna orðnir úreltir. Tilheyra hugsunarhætti sem er liðinn undir lok og á einfaldlega ekkert heima á 21. öldinni sem er loksins að hefjast þrátt fyrir öfluga mótspyrnu rótgróinna íhaldssamra valdablokka gegn hinu óhjákvæmilega. Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum þá er verið að félagsvæða (aðallega skaðann af öfgum kapítalismans) víðar en á Íslandi og í raun út um allt. Það sem er á seyði í Bandaríkjunum er t.d. af sama meiði sprottið en vinnubrögðin þar eiga hins vegar miklu meira skylt við aðferðir gömlu kommúnistanna þó svo að þeir vilji ógjarnan viðurkenna það.

P.S. Gerðu sjálfum þér greiða og veltu fyrir þér eftirfarandi spurningu: Hverra (alþjóðlegu) hagsmunum þjónar það helst að skipta okkur (almúgafólki heimsins) upp í andstæðar fylkingar og etja okkur saman til þess að skapa sundrung og óeiningu? Ef mannkynið á að eiga sér viðreisnar von gegn þeim öflum sem vilja kúga okkur og hneppa í þrældóm, þá verðum við að losna úr viðjum úrelts hugsunarháttar, og hætta að taka mark á heilaþvottinum sem sífellt dynur á okkur. Hættum að trúa að vont sé gott og gott sé vont, og að nágranni okkar sé óvinur, bara vegna þess að auglýsingarnar i blöðunum og áróðurinn í útvarpinu segja það. Munum líka hverjir það eru sem (hingað til a.m.k.) hafa borgað fyrir prentun og útsendingu á svoleiðis bulli.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.2.2009 kl. 11:20

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Gaman að einhver skyldi nenna að svara

Trúarbrögð á kenningar einhverra afdankaðra hugsuða eru stórhættuleg.  Sama hvort trúin heitir nýfrjálshyggja, frjáls markaður, sósíalismi eða kommúnismi.   

Valdastéttir allra tíma hafa beitt öllum ráðum til að halda í völdin, eignir og forréttindi sín.   Sameina sauðheimskan lýðinn á móti einhverjum ímynduðum óvin.  Þetta hefur verið aðalstjórntækið í BNA, til að lýðurinn haldi kjafti og ekki sjóði upp úr eins og gerðist þó LA þarna um árið, þegar hvíta löggan var sýknuð eftir að hafa buffað svartan mann.                    

Mesta kúgunin virðist þó hafa verið í nafni trúarbragða á einhvern tiltekinn Guð.  Og þannig er það ennþá í stórum hluta heimsins.  Þú átt að vera góður og fátækur í þessu lífi, til að geta fengið umbun í því næsta.  Þetta er mesta markaðssnilld allra tíma.   Að hægt hafi verið að kúga heilar þjóðir í árþúsundir með þessum hætti.  Og þannig er þetta ennþá um víða veröld.  Ólæs lýðurinn hlustar klerkanna sem kúga lýðinn fyrir einhvern konung eða sig sjálfa.  Og bæði konungur og klerkarnir hafa umboð sitt beint frá Guði sjálfum.  Tær snilld bara.   

Við sem erum orðin læs, eigum ekki að trúa í blindni á kenningar, hvorki á sviði efnahagsmála eða stjórnmála.  

Sjálfur hef ég aldrei haft neina trú á frjálshyggju, bara það eitt að helstu talsmenn hennar hafa boðað hana af ofstæki eins og sértrúarprestar var mér nóg.     

Vona að meðlimir nýrrar ríkisstjórnar séu ekki þrælar einhverra kenningasmiða í hina áttina.        

Viggó Jörgensson, 2.2.2009 kl. 13:39

6 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ef að einhver að ráðherrum þessarar ríkisstjórnar er kommúnisti þá voru allnokkrir fasistar í þeirri síðust.  Hvorugt er auðvitað rétt.  Fullt af sambærilegum vinstri stjórnum í heiminum.  Þar ekki að fara lengra en til Noregs til að finna rauðgræna stjórn eins og Steingrímur vill kalla hana.

Egill Rúnar Sigurðsson, 2.2.2009 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband