Traustur til hvers? Nátttröll með engin úrræði, engar framfarir, enga framtíð.

Með heimsmynd, eins og hún var á milli kreppu og seinni heimstyrjaldar, stendur Steingrímur J. traustum fótum, enda sjálfur ágætur maður.  

En nú er komin ný öld og Steingrímur hefur dagað uppi, eins og hvert annað nátttröll.  

Okkur vantar ekki forystumann sem er á móti framförum og auknum þjóðartekjum. 

Steingrím skortir allan trúverðugleika um að hann geti leitt okkur inn í nýja framtíð.  

Steingrímur hefur ekkert lagt fram annað en að ný ríkisstjórn eigi að taka við. 

Ekkert trúverðugt um hvaða leið eigi að fara, hvaða aðferðum eigi að beita.  Hókus pókus er engin lausn.     


mbl.is Steingrímur J. nýtur mests trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Svona er staðan á Íslandi, væni minn, að árið 2009 hefur Steingrímur J. ekki dagað meira upp en það að hann nýtur mests trausts allra stjónmálanna. Það lítur helst út fyrir að það hafi einhverjir aðrir stjónmálamenn dagað uppi, meðal annars vegna þess að þeir hafa fátt lagt til málanna annað en axarsköft og skandala.

Jóhannes Ragnarsson, 23.1.2009 kl. 12:27

2 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

@Jóhannes

Jóhannes, þú ert af gömlu kynslóðinni.

Nýja Ísland er það land sem mín kynslóð og þær sem á eftir fylgja, munu byggja upp.

Þú er talsmaður gamalla tíma.

Steingrímur er maður sem á að halda sig fjarri stjórnmálum.

Ég vill ekki fá Steingrím J, Ögmund, Atla Gísla og Árna Þór, sem lærði Hagfræði í Sovíetríkjunum, í ríkisstjórn.

Ef fólk er búið að gleyma því þá vildi Steingrímur J banna litasjónvarpið, fá net lögreglu og barðist gegn því að bjórbanninu væri aflétt.

Þannig maður hefur ekkert í það starf að gera, að byggja upp nýtt og betra Ísland.

Baldvin Mar Smárason, 23.1.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband