Flestir muna eftir því þegar Vestur Þjóðverjar sem voru eitt öflugasta hagkerfi heims, tóku Austur Þýskaland yfir. Þetta reyndist svo skelfilega dýrt að Þjóðverjar eru ekki enn búnir að bíta úr nálinni með þann kostnað.
Fyrrum kommúnismalönd hafa undanfarin ár hamast við að komast inn í ESB. Þær þjóðir vonast auðvitað til að verða keyptar hratt inn í nútímann eins og gert var við Austur Þjóðverja.
Og hverjir eiga að borga herkostnaðinn? Jú einmitt ríku þjóðirnar í Vestur Evrópu.
Gangi Íslendingar í ESB, koma hingað togarar frá Spáni og fleiri löndum og ryksuga upp íslensk fiskimið enda eru þeir "búnir" með fiskimiðinn í kringum Bretlandseyjar.
Afgangur af þjóðarauði Íslendinga, svo sem virkjanir, verður svo tekinn upp í skuldir og alls konar gjöld og skatta til ESB.
Eða hvað? Er ekki komið nóg af tilraunastarfssemi með íslenskan þjóðarhag?
Taugastríð Geirs og Ingibjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Facebook
Athugasemdir
já maður fær svona á tilfinninguna að þetta sé svona tálsýndarlausn eftir að allt er farið til fjandans. Svona eins og þegar maður var búinn skíta upp á bak og hlaup svo til mömmu.
Búi Bjarmar Aðalsteinsson, 5.1.2009 kl. 16:02
Hvaða þjóðarauður? Ertu að meina skuldir auðmanna, sægreifa og pólitískra glæpamanna?
corvus corax, 5.1.2009 kl. 17:00
Við eigum auðvitað stórkostlegan þjóðarauð, bæði í fiskimiðum, landbúnaði og virkjunum. Svo eigum við gríðarlega mikinn auð í óvirkjuðum vatnsföllum, heitu vatni og ónýttri vindorku.
Viggó Jörgensson, 7.1.2009 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.