Stjórnmálamenn eiga alveg eftir að útskýra kosti og ókosti við inngöngu okkar í ESB.
Reynt hefur verið að telja fólki trú um að veislan undanfarin ár stæði ennþá, ef við hefðum verið í ESB. Sannleikurinn er frekar að þá hefði engin veisla verið.
Þorvaldur Gylfason prófessor Samfylkingarinnar í efnahagsmálum hefur ritað nokkuð um ESB. Ef ég skil hann rétt gæti ESB hentað betur fyrir hátækniþróuð ríki eins og Danmörk, Svíþjóð og Finnland en síður fyrir hrávöruframleiðslulönd eins og Noreg og Ísland.
Að hræðsla Norðmanna við byggðastefnu, sameiginlega sjávarútvegs- og landbúnaðarstefnu ESB, hafi leitt til þess að þeir höfnuðu í tvígang aðild að ESB.
Norðmenn væru sem sagt hræddir um að byggðir landsins legðust af. Eins og á Íslandi er lifibrauð byggðanna sjávarútvegur og landbúnaður.
Alþýðuflokkshluta Samfylkingarinnar hefur alltaf staðið á sama um íslenskan landbúnað og byggðir landsins. Aðeins vonað að hvoru tveggja færi norður og niður.
Allar útskýringar vantar á þessu himnaríki sem ESB á að vera okkur Íslendingum. Eða eigum við bara að taka þessu eins og trúarbrögðum og nýju fötum keisarans?
Alþingiskosningar samhliða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Facebook
Athugasemdir
Ég held að það geti enginn svarað spurningum þínum með vissu, þ.e. þeim spurningum sem þú setur fram í fyrirsögninni.
Allur landbúnaður er norðan 62 breiddargráðu og þegar til fordæmi um "sérlausnir". Meginlínur í stefnu í sjávarútvegi falla ekki að útgerð af því tagi sem hér er stunduð og því þyrfti að "frumsemja" reglur að nokkru leiti. Það ætti líka að vera hægt að ná ásættanlegri lendingu þar.
Spurningarnar teygja sig bara lengra. Það er sjálft stjórnkerfið í Evrópuríkinu sem ég held að sé rangur rammi fyrir Ísland. Framsal ríkisvalds til yfirþjóðlegrar stjórnar þar sem við hefðum 0,8% þingstyrk myndi hægt og bítandi verða okkur í óhag.
Haraldur Hansson, 2.1.2009 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.