Þeir ríkustu eignast allt og hinir geta drepist - ekkert nýtt í veraldarsögunni.

Efnahagshamfarir heimsins eru miklu stærra mál en einhverjir siðblindir einstaklingar í City í London eða Wall Street í New York.   Þó að þeir hafi setið þar og svindlað á öllu, og öllum, og stungið svo ágóðanum undan skatti til skattaparadísar. 

Það sama á við hérlendis.  Þjóðir vesturheims þurfa að endurmeta lífsgildi sín.  Án áhrifa frá fjármagnseigendum.  Þeir eiga ekki að eiga fjölmiðla og stjórna lýðræðislegri umræðu.  

Þeir eiga heldur ekki að eiga stjórnmálaflokka og stjórna þeim.  Þeir eiga aðeins að eiga eitt atkvæði eins og við hin.  

Það er ekkert nýtt í veraldarsögunni að fjármagnseigendur reyni að stjórna þjóðfélaginu þannig að  allar reglur séu þeim í hag - á kostnað fjöldans.

Ótakmörkuð græðgin endar alltaf þannig að þeir fáu ríku eignast nær allt og fjöldinn getur drepist.  Þetta sjáum við í verki um allann þriðja heiminn að hluta til í Bandaríkum Norður Ameríku, þar sem stór hluti þjóðarinnar á hvorki kost á heilbrigðisþjónustu eða mannsæmandi lífi.    

Og hvar ætla Íslendingar að setja mörkin.  Samfélagssáttmáli okkur hefur verið frí menntun, frí heilbrigðisþjónusta og vinna fyrir alla.  Á meðan það gekk eftir vorum við nokkuð sátt.

Við vorum ekki að amast við sjúklegri peningagræðgi einstakra manna. Eigi hins vegar að raska við grunngildum íslenska þjóðfélagssáttmálans eru grið rofin – friðurinn úti. Nú þarf að komast að því hvar orsök vandræðanna liggur. Er hún sú að reglur hafi skort eða að einstaklingar hafi með ófyrirleitnum hætti sniðgengið regluverkið.

Það er að minnsta kosti alveg ljóst að ákveðnum hópi ungra manna, hefur ranglega verið treyst fyrir allt of miklu. Mönnum sem reyndust ekki traustsins verðir.  Þá vaknar aðalspurningin voru þeir svona helvíti heimskir eða voru þeir viljandi að skara eld að eigin köku til að koma í skjól áður en allt hrundi?  

Á þjóðveldisöld voru menn reknir úr þjóðfélaginu, ýmist tímabundið eða alveg, það voru greinilega ekki vanhugsuð úrræði - sumir eiga það kannski skilið.

Hverjir það gætu verið veit ég ekki frekar en flestir aðrir.   


mbl.is Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband