Engin niðurfellingarheimild ábyrgða? Samþykkt aðalfundar KB 2004

Af vef Kaupþings hf.  Hvar sjá menn heimild til að fella niður ábyrgð starfsmanna?  (litur VJ)

------------

Tillaga um valrétt á hlutabréfum til starfsmanna og stjórnenda bankans

Aðalfundur Kaupþings Búnaðarbanka hf., þann 27. mars 2004, leggur áherslu á að áframhaldandi vöxtur og sterk staða bankans sé að miklu leyti háð því að bankinn geti haldið í lykilstarfsmenn og laðað til sín nýja starfsmenn. Í þessum tilgangi hefur bankinn gert starfsmönnum kleift að kaupa hluti í bankanum. Í þessu sambandi hefur bankinn gefið út kauprétt, boðið lán í samræmi við almennar reglur til að fjármagna kaup, og í sumum tilvikum gefið út sölurétt á selda hluti. Aðalfundurinn staðfestir að rétt sé að viðhalda sömu stefnu og að kaup- og söluréttir til starfsmanna geti á hverjum tíma numið í heild allt að 9% af útgefnum hlutum í bankanum. Kaupverð eða nýtingarverð (e. strike price) valréttar skal samsvara markaðsvirði á þeim degi sem rétturinn er veittur. Stjórn bankans ber ábyrgð á því að ofangreindri stefnu sé framfylgt.

Í ljósi umræðna í nóvember síðastliðnum í tengslum við valrétt starfandi stjórnarformanns, Sigurðar Einarssonar, og Hreiðars Más Sigurðssonar forstjóra, samþykkir fundurinn að hvorum um sig verði boðinn valréttur á 812.000 hlutum í bankanum, árlega í fimm ár. Nýtingarverð valréttarins skal samsvara markaðsvirði á þeim degi sem rétturinn er fyrst veittur.


mbl.is Enginn undanþegin rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband