Rökvilla eða lygi? Áttu að selja eða sleppa af því allt gekk svo vel !?

Sú saga gengur í Kaupþing að Gunnar hafi talað manna mest um að persónulegar ábyrgðir starfsmanna yrðu felldar niður.  Þetta er vonandi leiðinleg og röng kjaftasaga.

Hins vegar er alvarleg rökvilla í frásögninni.    Ef menn voru, á þeim tíma, svona sannfærðir um að Kaupþing stæði skínandi vel. Hvers vegna í veröldinni kom þá upp sú hugmynd að nauðsynlegt væri að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna? 

Hér er eitthvað sem ekki stendur heima. 

Af hverju var niðurfelling ábyrgða annar valkosturinn en hinn að segja starfsmönnum að selja og greiða upp skuldir vegna hlutabréfakaupanna?  Hver á að trúa þessu?

Ef menn voru svona sannfærðir um góða og trausta stöðu bankans og þar með að hlutabréfin í bankanum væru traust fjárfesting.  Það er þá með öllu gjörsamlega óskiljanlegt að þessi umræða hafi farið fram í stjórn bankans.  Að starfsmenn þyrftu annað hvort að selja allir í hvelli eða sleppa úr ábyrgðum.  Og ástæðan var sú að stjórnarmenn voru sannfærðir um að bankinn stæði einmitt svo traustum fótum.  

Guð sé oss næstur!  Eru engin  takmörk fyrir því sem okkur almenningi er ætlað að trúa  nú um stundir? 

 


mbl.is Ekki hægt að taka aðra ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Ég held ég sé kominn með morgunógleði allan daginn!

Jón Ragnar Björnsson, 6.11.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband