Við Íslendingar fórum í einu og öllu eftir reglum frá Evrópusambandinu sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu.
Það var fráleitt að tryggingasjóður væri í hverju landi fyrir sig, miðað við heimildir sem komu frá ESB til að starfrækja fjármálastofnun á EES.
Nú eigum við að krefjast þess að tryggingasjóðir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu verði sameinaðir. Sá sjóður greiði síðan innstæður vegna allra þeirra banka á EES sem farið hafa í þrot.
Viðræðum við Breta lokið í bili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.10.2008 kl. 13:00 | Facebook
Athugasemdir
Ágæt hugmynd með tryggingasjóði EES svæðisins. Hinsvegar er kjarni í máli málanna, að lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verður EKKI háð skilyrði að niðurstöður fengjust í viðræðum okkar við siðspillta breska krata ! Nú getur hjól atvinnulífsins aftur farið í gang. Slíkt er Alfa & Omega fyrir íslensku þjóðina í dag.
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.