14.10.2008 | 18:19
Hvað með verðtryggða skuldara í óðaverðbólgu.
Verðtryggð lán hafa einnig hækkað hressilega, eftir síðustu áföll. Þau ættu einnig að vera inni í þessum pakka eftir þörfum.
Afborganir verði frystar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Íbúðarlánasjóður býður nú þegar uppá að frysta afborganir af slíkum lánum í allt að 3 ár. Munurinn þarna liggur hins vegar í því að afborganir af myntkörfulánunum eru mun hærri en afborganir af sambærilegum verðtryggðum lánum.
Kristjánsson, 14.10.2008 kl. 18:26
Vandi myntkörfulána er miklu meiri og vandasamari. Þetta er því fagnaðarefni. Viðunandi lausn í gjaldeyrismálum er vonandi þó í sjónmáli. Þess er einnig getið í fréttinni að sömu úrlausnir og íbúðarlánasjóður fyrir fólk í greiðsuerfiðleikum séu í boði hjá bönkunum.
Davíð Þór Kristjánsson, 14.10.2008 kl. 18:30
Það er rétt að afborganir eru hærri á myntkörfulánum þegar gengið er hátt. En ef gengið fer niður þá minnka afborganir á myntkörfulánunum. Þau verðtryggðu hækka líka hægt og þétt og fara ekkert niður aftur ólíkt myntkörfulánunum....
ÖSSI, 14.10.2008 kl. 18:31
Ég tek undir þetta. Hvað með verðtryggð íbúðalán bankanna í hárri verðbólgu líkt og nú er og Greining Glitnis er að spá 15-20% verðbólgu á nýju ári. Ef frysta á lán þá á það sama að ganga yfir alla eða þá að fella út verðtryggingu um tíma eða alveg.
Birkir (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 18:37
Þegar þú tekur Myntkörfulán þá ertu í raun að segja að þú getur tekið á þig gengismuninn. Ég fagna þessu samt að Ríkið skuli gera þetta. Margir féllu fyrir þessu þetta leit allt mjög flott og fínt út.
Núna þurfum við bara að læra af reynslunni.
p.s. burt með Verðtrygging.
Ragnar Aðalsteinn Guðjónsson, 14.10.2008 kl. 18:47
Ég mótmæli!!! Ég er sjálf með myntkörfulán og hef verið með í 4 ár á Íslandi! Var einnig með myntkörfulá í 5 ár í Danmörku þegar ég bjó þar! Þetta er ekki og á ekki að vera meira en plús mínus 10% áhætta undir venjulegum kringumstæðum (var reyndar engin áhætta í 5 ár i DK)...svo ekki þetta ruslkommennt!
Íslenska krónan er verðlaus, þrátt fyrir fyrirheit um annað...þannig er það!
Kristjánsson, ég hef haft samband við bankann minn og Félagsmálaráðuneytið og Íbúðalánasjóð um af frysta afborganir og það gerist ekki næstu viku , nema að allt sé sett á fullt (=verður ekki næstu daga, svo hvernig fullyrðir þú það?)
Hitt er annað mál að verðtrygging er og hefur alltaf verið GLÆPUR!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.10.2008 kl. 19:08
Ragnar, afhverju segirðu "...burt með Verðtrygging."? Af hverju tekurðu ekki bara óverðtryggð lán fyrst að þú ert á móti verðtryggðum lánum?
Að sjálfsögðu á ekki að leggja verðtrygginguna niður m.ö.o. banna hana með lögum. Fólk á að hafa val að taka lán (Inn-, eða útlán) með eða án verðtryggingar. Vissulega hefur valið ekki alltaf verið til staðar í útlánum en í dag þá geturðu tekið húsnæðislán án verðtryggingar.
Ólafur Guðmundsson, 14.10.2008 kl. 19:44
Þeir sem tóku myntkörfulán gerðu það því þeir héldu að þeir væru að græða, borga minna á styttri tíma. Hinir sem voru tilbúnir til að borga meira en með mun minni áhættu (verðtryggð íslensk lán) eiga ekki að sætta sig við það að tapa á því að hafa verið skynsamir á meðan hinum sem vildu græða á myntkörfunum verði reddað.
Hrefna (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 19:44
Ólafur Guðmundsson, hvar færð þú óverðtryggð lán?
Hrefna (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 19:50
Hrefna...hvurslags sleggjudómar eru þetta??? Ég tók myntkörfulán 2004 vegna þess að ég þekkti ekkert annað, hafði ekki átt íbúð á Íslandi áður en ég flutti til DK! Var ekki að hugsa um að "græða"...
Finnst þér verðtryggð lán eðlileg, þegar þau fyrirfinnast hvergi nema á Íslandi síðan 1995? Þegar mamma og pabbi keyptu var verðbólga á Íslandi og launin voru verðtryggð, ekki lánin!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.10.2008 kl. 19:55
Hrefna, ég fæ óverðtryggð lán í bönkum. Það er stór hluti íslendinga með óverðtryggð lán. Yfirdráttur er líklega algengasta formið ásamt víxlum.
Ólafur Guðmundsson, 14.10.2008 kl. 19:56
Anna, verðtrygging er fullkomnlega eðlileg. Finnst þér hún óeðlileg?
Ólafur Guðmundsson, 14.10.2008 kl. 20:00
Þetta er bara hárrétt hjá Hrefnu. Fólk hafði val og verður bara að standa við það, það er því sjálfu um að kenna að það las ekki skilmálana eða hugsaði út í afleiðingarnar.
Valið var:
1) Taka lán á mjög lágum vöxtum, þar sem ekki var hætta á að verðbólgan hækkaði höfuðstólinn. Borga hratt upp og gengisáhætta.
2) Taka lán á ca. 5% vöxtum, verðbólgan getur hækkað höfuðstólinn og ekki gengisáhætta.
Það segir sig sjálft að allir á landinu hefðu valið kost 1 ef engin hefði verið gengisáhættan.
Lolli (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 20:02
Verð bara að kommenta á hann Ólaf hérna. Hvernig færðu það út að verðtrygging á lánum sé fullkomlega eðlileg þegar laun eru ekki verðtryggð?
Dæmi: Lán er tekið 2005 upp á 15,9 milljónir - afborganir 65 þúsund. Þremur árum síðar, með verðbólgu langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka íslands, er lánið í 19.8 milljónum og afborganir 90 þúsund. Á sama tíma hafa laun viðkomandi einstaklings hækkað um 32 þúsund á mánuði fyrir skatt. Ekki gleyma að allt annað hefur hækkað líka, námslán, vörur og þjónusta.
1.Hvernig á hann að borga þessar hækkanir??
2. Hvers vegna á að gera eitthvað fyrir þá sem keyptu sér með myntkörfuláni en ekkert fyrir hina? Til lengri tíma þá mun gengið ganga til baka? Þetta eru bara 20% af lánum á íslandi. Hin 80% eru á höndum kjósenda líka.
3. Hvað er fullkomlega eðlilegt við það að bankarnir séu verndaðir en ekki neitendur? Ætti það ekki að vera bankinn sem tekur áhættuna.
4. Ef þetta er svona fullkomlega eðlilegt hversvegan í ósköpunum eru það bara við Íslendingar sem eru með svona kerfi? Ekki erum við snillingar í fjármálagerningum það er víst.
Þetta er alveg ótrúleg afstaða til málefnisins.
Fyrir það fyrsta þá eru bankar fyrirtæki sem njóta við núverandi aðstæður 100% tryggingu á að fá fjármuni sína til baka.
Í annan stað.
Ef það á að laga stöðuna fyrir þá sem tóku myntkörfulán vegna þess að íslenskur gjaldmiðill er ónýtur þá á að laga stöðuna fyrir þá sem tóku verðtryggð lán vegna þess að Íslensk hagstjórn er ónýt.
í þriðja lagi
Ástæðan fyrir því að fólk kvartar er fyrst og fremst sú að verðbólgan hefur ekki farið undir 5% í 8 ár. Í dag mælist óðaverðbólga, 15-18% verðbólga er óðaverðbólga fyrir þróað ríki. Ef við miðum við nágrannalönd sem hrópa á byltingu vegna 4% verðbólgu þá hýtur þú að sjá hvar við eum stödd, venjulegur maður getur ekki tekið á sig 15-18% fasta hækkun ofan á þá 35-40% hækkun sem orðið hefur undan farin 8 ár. Venjulegur maður er í sömu stöðu og sá sem tók gengistryggða lánið nema að hann getur ekki átt von á því að lánið lækki.
Valgeir Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:17
Gaman þegar skemmtileg umræða fer fram.
Enn varðandi myntkörfu lánin.
Þetta er eins og sagt er hér að ofan ákveðin áhætta og ef fólk tekur segjum t.d. 15 - 20 milljón kr lán á myntkörfu og kynnir sé ekki sögu íslenku krónunar áður enn það er gert.
Þá verður það fólk að læra af eigin mistökum.
Það er líf eftir gjaldþrot
Ragnar Aðalsteinn Guðjónsson, 14.10.2008 kl. 21:57
Vitanlega verð ég að svara Valgeiri.
Hvernig fæ ég það út að verðtrygging á lánum sé fullkomlega eðlileg þegar laun eru ekki verðtryggð? Verðtrygging á lánum er fullkomnlega eðlileg vegna þess að hver vill lána fé ef að vextirnir halda ekki í verðbólguna. Síðan má svo velta því fyrir sér afhverju verðtrygging var afnumin á launum. En það er bara allt annað mál. Þess má reyndar geta að verðtrygging launa er mjög verðbólguhvetjandi.
1.Hvernig á hann að borga þessar hækkanir??
Ef að einstaklingurinn stenst greiðslumat þá á hann að gera borgað þessar hækkanir. Það er spurning um að spenna ekki bogann svona hátt og taka minna lán til að vera öruggur um að lenda ekki í vandræðum.
2. Hvers vegna á að gera eitthvað fyrir þá sem keyptu sér með myntkörfuláni en ekkert fyrir hina? Til lengri tíma þá mun gengið ganga til baka?
Þarna er ég eiginlega sammála þér að einhverju leiti. En hafa ber í huga að sveiflurnar í gengistryggðu lánunum eru margfalt meiri heldur en í verðtryggðu íslensku lánunum og sárafáir bjuggust við því að krónan yrði nær verðlaus (eins og hún er eiginlega í dag).
3. Hvað er fullkomlega eðlilegt við það að bankarnir séu verndaðir en ekki neitendur? Ætti það ekki að vera bankinn sem tekur áhættuna?
Nú ertu eitthvað að rugla. Þú hlýtur að hafa verið hér á landi síðustu daga. Bankarnir hafa heldur betur tekið áhættu og tapað gífurlegu fé. Reyndar það miklu að eigendurnir hafa tapað öllu sínu fé á meðan að neytendurnir fá frystingu á sínum lánum.
4. Ef þetta er svona fullkomlega eðlilegt hversvegan í ósköpunum eru það bara við Íslendingar sem eru með svona kerfi? Ekki erum við snillingar í fjármálagerningum það er víst.
Verðtrygging er líklega svona algeng hér á landi vegna þess við hve óstöðugt verðlag við búum hér. En það er ekki rétta leiðin að banna verðtryggingu. Það á frekar að auka úrvalið á lánum þannig að fólk geti valið hvort að það hafi verðtryggingu eða ekki.
Það er alls ekki rétt hjá þér að 12 mánaðar verðbólga hafi ekki farið niður fyrir 5% í 8 ár. Það er frekar að hún hafi ekki upp fyrir 5% síðastliðin 8 ár fyrir utan síðasta ár. Verðtryggingin er ekki vandamálið, það er verðbólgan sem er vandamálið og hana á að halda hóflegri.
Ólafur Guðmundsson, 15.10.2008 kl. 00:41
Ég verð bara að taka undir orð margra hérna. Ég er mjög ósátt að það sé verið að "verðlauna" þá sem kusu að taka áhættu í íbúðarlánum og frysta þeirra lán þar til að hagstæðari tímar koma og auðveldari verði að borga af lánunum. Það stóðu allir jafnir þegar fólk tók lánin. Þeir gátu valið um myntkörfulán eða hefðbundin íbúðarlán með verðtryggingu. Týpíska íslendingnum fannst hins vegar svo sniðugt að taka myntkörfulán og lofaði þau í hástert, þau borga sig miklu fyrr og geta lækkað með betri tíð og tíma. Hins vegar varð fólk líka að gera sér grein fyrir því að á 20-40 árum getur margt breyst og það átti að vera viðbúið því að erfiðir tímar gætu komið og átti að gera sér grein fyrir því að áhættunni fylgir að redda sér í gegnum svona tíma.
Nú á að hjálpa þeim sem tóku þessa áhættu en gefa skít í hina sem þurfa að búa við verðbólgu upp á hátt í 20% og lánin þeirra hækka líka (og munu ekki lækka). Væri ekki nær að afnema verðtrygginguna að fullu eða tímabundið hjá þeim sem tóku verðtryggðu lánin þar sem að verðbólgan er 18% yfir verðbólgumarkmiðum seðlabankans? Það myndi amk skapa smá sanngirni í þjóðfélaginu, vel gert fyrir alla, ekki bara þá sem tóku áhættu og geta ekki tekið afleiðingunum.
Þetta plan um að frysta lán þeirra sem tóku áhættu en ekki gera neitt fyrir þá sem völdu öruggu leiðina svipar svolítið til þeirra stöðu að ríkið myndi borga þeim sem áttu hlutabréf peninginn sinn til baka en gæfu skít í þá sem ættu pening á venjulegum sparnaðarreikningum. Það sjá allir að það væri ekkert sanngjarnt við það....
Sigrún (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.