14.10.2008 | 17:56
FME gerði ekkert og ríkið því ábyrgt - populismi.
Fjármálaeftirlitið FME, hafði lagaheimild til að víkja stjórnendum fjármálafyrirtækja frá störfum, færu þeir ekki eftir fyrirmælum áminningum og reglum. FME hafði heimildir til að leggja á stjórnvaldssektir, (févíti) væri ekki farið eftir reglum. Ennfremur hafði FME heimild til að afturkalla starfsleyfi banka og einnig banna tiltekna starfssemi þeirra.
Ekki hefur heyrst að FME hafi gert neitt af þessu, þar til bankarnir voru yfirteknir.
Af þessu verður ekki dregin önnur ályktun en sú að FME hafi talið að bankarnir færu að lögum. Ef ekki þá liggur meint ábyrgð af aðgerðaleysi hjá FME, það er íslenska ríkinu.
Lögfræðingarnir og þingmennirnir Árni Páll og Ágúst Ólafur verða að tala skýrar. Annars verður að telja að þarna sé um pólitískt upphlaup að ræða.
Þetta eru klárir strákar og að þeir hafi verið fljótir að læra af hinum breska flokksbróður Gordon Brown.
.............
Lög um fjármálafyrirtæki 2002 nr. 161
9. gr. ... Fjármálaeftirlitið getur afturkallað starfsleyfi fjármálafyrirtækis í heild eða að hluta: ...
7. brjóti fyrirtækið að öðru leyti alvarlega eða ítrekað gegn lögum þessum, reglum, samþykktum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim. Áður en til afturköllunar kemur skv. 1. mgr. skal fyrirtækinu veittur hæfilegur frestur til úrbóta sé unnt að koma úrbótum við að mati Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að banna fjármálafyrirtæki að stunda tiltekna starfsemi sem því er heimil skv. IV. kafla. ... Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2003.
Lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 1998 nr. 87
10. gr. Athugasemdir og úrbætur. [Komi í ljós að eftirlitsskyldur aðili fylgir ekki lögum og öðrum reglum sem gilda um starfsemi hans skal Fjármálaeftirlitið krefjast þess að úr sé bætt innan hæfilegs frests. Fjármálaeftirlitið skal gera athugasemdir ef það telur hag eða rekstur eftirlitsskylds aðila að öðru leyti óheilbrigðan og brjóta í bága við eðlilega viðskiptahætti, enda þótt ákvæði 1. mgr. eigi ekki við, og er jafnframt heimilt að krefjast þess að úr sé bætt innan hæfilegs frests. Þegar svo stendur á sem greinir í 1. eða 2. mgr. getur Fjármálaeftirlitið boðað til fundar í stjórn eða framkvæmdastjórn hins eftirlitsskylda aðila til þess að fjalla um athugasemdir þess og kröfur og leiðir til úrbóta. Fulltrúa Fjármálaeftirlitsins er heimilt að stýra fundi og hefur hann málfrelsi og tillögurétt.]1) [Ef stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar eftirlitsskyldra aðila uppfylla ekki hæfisskilyrði þeirra sérlaga sem um starfsemi hinna eftirlitsskyldu aðila gilda getur Fjármálaeftirlitið krafist þess að viðkomandi láti af störfum, ýmist tímabundið eða til frambúðar. Ef kröfum Fjármálaeftirlitsins er ekki sinnt innan hæfilegra tímamarka getur Fjármálaeftirlitið einhliða vikið viðkomandi frá störfum. Slíkar aðgerðir Fjármálaeftirlitsins útiloka ekki beitingu annarra heimilda þess...
11. gr. Févíti og dagsektir. [Fjármálaeftirlitið getur lagt dagsektir á aðila veiti hann ekki umbeðnar upplýsingar eða sinni ekki kröfum um úrbætur innan hæfilegs frests....
...Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1999
Verða að svara til saka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:57 | Facebook
Athugasemdir
Voðalega eru þeir á hinu háa alþingi duglegir að berja sér á brjóst og benda á aðra sem þurfi að svara til saka, þeir ættu að líta sér nær og minna þá á það að það eru þeir sem setja lögin í landinu. Þingmenn eiga að hætta að eyða púðri í draga bankamenn til ábyrgðar og einbeita sér að fullum krafti og hjóla í Breta, því Bretland lýsti yfir stríði á hendur Ísland, og ég spyr, hvað ætlar íslenska ríkisstjórnin að gera í því ?
Sævar Einarsson, 15.10.2008 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.