12.10.2008 | 14:14
Óheft frelsi kom frá Evrópubandalaginu en björgunin ekki.
Með eðlilegri framþróun gengum við Íslendingar inn í Evrópska efnahagssvæðið í gegnum EFTA.
Við sváfum á verðinum og tókum nær gagnrýnislaust upp svo kallað fjórfrelsi þar sem einn liðurinn eru frjálsir fjármagnsflutningar innan efnahagssvæðisins. Einn liður þess var að bankar máttu starfa á öllu svæðinu og það nýttum við Íslendingar okkur réttilega.
Mistök okkar voru fyrst og fremst að treysta á regluverkið frá Brussel. Þegar á reyndi voru allir staðlarnir og eftirlitsverkið frá Brussel haldlítið. Ekkert virtist hafa verið hugsað til þess að þjóðirnar á Evrópska efnahagssvæðinu sneru bökum saman og stæðu sameinaðar. Þá hefðu þær staðið margfaldlega betur að vígi til að styðja og bjarga fjármálastofnunum á svæðinu í mótlæti. Þessar hamfarir sem skullu á ströndum Evrópu komu jú frá Ameríku.
Við eigum alveg eins að skoða að hætta í EFTA og EES eins og að ætla að ganga í ESB.
Viljum við kannski vakna upp fisklaus og auðlindalaus sem fátækasta þjóð Evrópu? Eigum við ekki að hugsa sjálf í þetta skiptið?
Ísland enn í kastljósinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.