Lágmarksábyrgð - samið af Evrópuþinginu

Bretar eru í Evrópusambandinu og taka þar þátt í lagagerð á Evrópuþinginu.  Sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA, gera Íslendingar lítið annað en að samþykkja það lagaverk sem kemur frá Bretum og félögum í Evrópusambandinu.    

Þau íslensku lög sem um ræðir eru lög frá Alþingi nr. 98/1999 og tóku gildi hérlendis 1. janúar árið 2000.  (Lög um innistæðutryggingar og tryggingar fyrir fjárfesta og eru samhljóða tilskipun (lögum) Evrópusambandsins (Evrópuþingsins og ráðsins) nr. 19/1994 og nr. 9/1997 og eiga að gilda í öllum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðínu. 

Í 1. gr. laganna segir að þau séu um lágmarksvernd (en ekki fullar bætur). 

Í 10 gr. laganna eru verklagsreglur ef tryggingasjóður á ekki fyrir öllum kröfum.  Beinlínis er tekið fram að ekki sé hægt að krefja sjóðinn um bætur síðar ef ekki fáist fullar bætur. Heimilt er að sjóðurinn taki lán til að greiða fullar bætur en það er ekki skylda.  Ekki er að sjá að Ísland eða  ríkissjóður sé í ábyrgð, fari tryggingasjóður í þrot.  

Svo eru einnig lög nr. 46/2005 um fjárhagslegar tryggingaráðstafanir líka frá Evrópusambandinu. Þar er hvergi tekið fram að ríkið ábyrgist peningakröfur sem ekki fást greiddar.  

Gaman væri að sjá hvernig Bretar ætla að krefja Íslendinga um fullar bætur samkvæmt þessum lögum  sem þeir sömdu sjálfir.  

Niðurstaðan sýnist sú að þessir bresku ráðherrar eru á ófyrirleitinn hátt að reyna að ganga í augun á breskum kjósendum,  með því að rægja Íslendinga.  Með því að tala fjálglega um málsókn eru þessir bresku ráðamenn að gefa í skyn að Íslendingar séu lögbrjótar og ennfremur hafa þeir jafnað  okkur við hryðjuverkamenn. 

Þegar Bretar þingfesta stefnuna á okkur á Old Baily leggjum við fram gagnstefnu. Við krefjumst bóta fyrir að vera kallaðir lögbrjótar og hryðjuverkamenn.  Alkunna er hérlendis að breskir dómstólar dæma mjög háar bætur í meiðyrðamálum.  Það kostar um 100.000. ensk pund að kalla einhvern glæpamann á ensku og jafnvel meira ef hann er það ekki.  Þá upphæð margföldum við svo með fjölda Íslendinga.   Ríkissjóði Bretlands er á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar skylt að greiða okkur bæturnar.

Hér með gef ég ríkislögmanni málflutningsumboð fyrir mína hönd samanber framangreint.  Ennfremur framsel ég tildæmdar bætur, mér til handa, í ríkissjóð Íslands. 


mbl.is Athafnir útibúa erlendis á ábyrgð móðurfélags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjum var þessi kreppa að kenna?

Kaup á einkaþotum, lúxus bílum á tugi milljóna, Elton John í afmælisveislum, kaup á lúxussnekkju Saddam Hussein og má lengi telja. Að sjálfsögðu er þetta ekki ástæðan fyrir hrakförum og skuldasúpu íslendinga. Íslendingar bera enga ábyrgð á fjármála sukki sínu í Bretlandi. 

Það eru vondir menn sem réðust á krónuna okkar, og þetta er Gordon Brown að kenna, það er líka honum að kenna að risaeðlurnar eru útdauðar.

Skál og meira sukk því þetta verður allt komið í lag í næstu viku, við getum byrjað upp á nýtt.

Gisli Gissurarson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband