Samfylkingin ber fulla ábyrgð

Forsætisráðherra ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, ávarpaði þjóðina í byrjun vikunnar og boðaði setningu neyðarlaga.   Í yfirlýsingunni var sagt að Íslendingar gætu ekki ábyrgst  erlendar skuldir bankakerfisins, ef allt færi á versta veg.   Þá myndu þær lenda á komandi kynslóðum.  "til slíks, höfum við ráðamenn þjóðarinnar, ekki leyfi" eins og það var orðað.   Þarna var verið að útskýra  heildarstærð vandans ef eignir og hlutafé gengju ekki til greiðslu innlána.  Mögulega hefði verið hægt að vera nákvæmari í orðavali en þarna voru á ferð ósofnir menn undir gríðarlegu álagi á neyðarstundu.   Erlend sendiráð hérlendis sendu auðvitað heim skýrslu um ávarp forsætisráðherra, þar með talið það breska. 

Að óreyndu er ekki trúanlegt að fulltrúar Samfylkingarinnar hafi ekki séð ávarp ríkisstjórnarinnar og lagt yfir það blessun sína.  Þingmenn Samfylkingar hlýddu á ávarpið eins og aðrir landsmenn og bera auðvitað á því fulla ábyrgð. 

Íslenskum stjórnvöldum var kunnugt um að breska verðbréfaeftirlitið var með íslenska banka í skoðun og vissi allt um eignir bankanna sem færu auðvitað upp í innlán ef illa færi.  Mismunurinn væri svo mál tryggingasjóða, allt eftir reglum Evrópusambandsins sem gilda bæði í Bretlandi og á Íslandi.  Væri ekki nægilegt fé í tryggingarsjóðum kæmi svo loks til kasta ríkisstjórna beggja landa að fjalla um.   Með neyðarlögunum væru íslensk stjórnvöld að gera sitt ýtrasta til að bjarga málum fyrir innistæðueigendur.

Samt sem áður, ákváðu breskir ráðherrar Verkamannaflokksins að látast misskilja allt málið og nýta sér það til að auka vinsældir sínar meðal breskra kjósenda. 

Símtal við fjármálaráðherra eða sjónvarpsviðtal við seðlabankastjóra, mörgum dögum síðar voru því ekki neinar fréttir fyrir breska ráðamenn.   

Í Kastljósþætti útskýrði talsmaður bankastjórnar Seðlabankans vandamálið í samræmi við þær línur sem ríkisstjórnin hafði lagt. 

Hvers vegna telur varaformaður Samfylkingar að bresk stjórnvöld hafi frétt af stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum Kastljósþætti? og þar með eigi að reka bankastjórn Seðlabanka? 

Þetta þarfnast nánari útskýringa, 


mbl.is Vill seðlabankastjórana burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband