Lagasetning á lífeyrissjóði - gjaldeyrinn í Seðlabankann

Nú er komið í ljós að það voru mistök að leyfa lífeyrissjóðum að eiga eignir erlendis.   Af þjóðarauðnum eru komnir 500 miljarðar í vörslu lífeyrissjóða erlendis.  Alþingi á þegar í stað að setja lög um að lífeyrissjóðirnir selji eignir sínar erlendis.  Andvirðið í erlendum gjaldeyri verði lagt inn í Seðlabanka Íslands á sambærilegum kjörum fyrir sjóðina, ef það er mögulegt.  Ríkisstjórn og Alþingi eiga ekki að  eyða dýrmætum tíma í að dekstra forsvarsmenn lífeyrissjóða til að samþykkja að skipta þessum eignum fyrir krónur.  Málið er orðið stærra en svo að lífeyrissjóðirnir eigi eitthvað að hafa um það að segja.   Þúsundir heimila í landinu eru þegar orðin tæknilega gjaldþrota, þar sem erlend lán þeirra eru jafnvel miljónatugi yfir eignum þeirra.   Styrkist gengi krónunnar ekki verulega innan fárra vikna, stefnir í fjöldagjaldþrot einstaklinga, heimila og fyrirtækja.  

Einnig verður Alþingi að breyta stjórntækjum Seðlabankans þannig að bankinn noti bindiskyldu auk stýrivaxta til að ná fullum yfirráðum yfir gengis- og peningamarkaði. 

 Setja þarf lagaramma um svokölluð jöklabréf og afleiðuviðskipti.

 Gera þarf skortstöðutöku í íslenskum  krónum refsiverða.    


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband