7.10.2013 | 16:18
Fækkum alþingsmönnum um helming - algert dómgreindarleysi eins og fyrr.
Þjóðin hefur aldrei verið spurð í hvað hún vilji að peningar hennar fari.
Hér skal fullyrt að íslenska þjóðin vilji heldur hafa heilbrigðiskerfið í lagi heldur en t. d. 63 alþingismenn.
27 alþingismenn væri nær lagi og kostnaðurinn við Alþingi mætti vera hálfu minni en nú er.
Kostnaður við rekstur Alþingis er nú um 2,6 miljarðar en einn miljarður er meira en nóg.
Það er ekki sú viskan eða stjórnsnilldin sem kemur þaðan hvort sem er.
Þar ræður fullkomið dómgreindarleysi ríkjum eins og fyrr.
Dæmi: Á meðan sjúkrahúskerfi okkar riðar til falls þá má í núverandi fjárlögum sjá eftirfarandi:
Þróunarmál og alþjóðleg hjálparstarfsemi kr. 2,2 miljarðar - tvö þúsund og tvö hundruð miljónir króna.
Hvernig höfum við efni á því sem sjálf erum að koma út úr kreppu og afar okkar og ömmur fá ekki inni á sjúkrahúsunum?
Þróunarsamvinnustofnun Íslands kr. 1,8 miljarðar. - Eitt þúsund og átta hundruð miljónir króna á ári.
Hvernig höfum við efni á því ef að hjartalækningar eru að leggjast af á Landsspítalanum?
Kostnaður við aðild að alþjóðastofnunum kr 2,9 miljarðar - tvö þúsund og níu hundruð miljónir á árinu.
Hvernig höfum við efni á öllu þessu ef krabbameinslækningar fara að leggjast af á Íslandi?
Segjum sem svo að við þurfum að reka sendiráð erlendis sem kostar okkur 3 miljarða á ári.
Og Utanríkisráðuneyti hér heima sem kostar yfir 1 miljarð að reka.
En er það virkilega vilji þjóðarinnar að eyða ellefu þúsund miljónum króna á ári í utanríkismál?
Og þó að við séum loksins laus við Össur og allt hans dómgreindarleysi.
Þá eru fjárheimildir til utanríkismála enn að hækka.
Telja alþingsmenn sig virkilega hafa siðferðilegt umboð þjóðarinnar til þess?
Og hefur einn einasti alþingismaður gert athugasemd?
Eða halda þeir bara að þetta sé eitthvert náttúrulögmál?
Dómgreindarleysið er algert.
--------------
Heimild: Fjárlagafrumvarp árið 2014
sjá; http://www.althingi.is/altext/143/s/0001.html
Bráðveikt og slasað fólk flutt til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:19 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Viggó !
Hafðu; hinar beztu þakkir, fyrir þessa mögnuðu ádrepu.
Vonum; að ÞINGRÆÐIS vinirnir íslenzku, fái ekki ótakmarkað hland, fyrir hjörtu sín, þó þeim veiti ekki af, að koma til veruleikans.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2013 kl. 16:35
Ég er sammála þér um margt hér, ágæti Viggó, einkum um bruðlið í utanríkis-málefnum, þ.m.t. vegna þróunarmála. Við eigum frekar ætla okkur vegleg framlög til þeirra á komandi árum, eftir að við réttum úr kútnum; nú á Landspítalinn og lífsöryggi Íslendinga að ganga fyrir.
Reyndar tel ég of margar hálauna-silkitopphúfur á þessari Þróunarsamvinnustofnun Íslands með langa nafninu, og harkalega hef ég gagnrýnt framferði hennar í Nicaragua.
En ég er ekki sammála þér um Alþingi. Til að vanda þar lögjafarvinnuna og gera þingið sjálfstæðara gagnvart ráðuneyta-býrókrötum veitir ekkert af um 72 þingmönnum (þurfa ekki að vera hálaunaðir). Taka ætti upp skiptingu á ný í efri og neðri deild. Sú efri gæti verið með 24 þingmenn úr einmenningskjördæmum, sú neðri (48 manns) öll landskjörin. Það myndi endanlega tryggja meira lýðræði og bæta aðstöðu smáflokka og nýrra flokka. Um leið ber að leggja niður um 1400 milljóna króna framlag ríkisins til stjórnmálaflokkanna á hverju kjörtímabili.
Heildar-niðurstaðan af þessari miklu breytingu yrði að mínu mati SPARNAÐUR, réttlæti og meiri skilvirkni löggjafarþingsins, ennfremur að naumur meirihluti í einni deild geti ekki lengur kúgað aðra þingmenn og þjóðina til hæpinna hluta eða sviksamlegra, eins og vinstri stjórnin stundaði.
Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 7.10.2013 kl. 16:53
Sæll Viggó, Heldurðu virkilega að lobbyistarnir við Austurvöll samþykki fækkun í sínum röðum? glætan.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.10.2013 kl. 18:21
Sæll ævinlega minn kæri Óskar Helgi og þökk fyrir kveðjuna.
Viggó Jörgensson, 7.10.2013 kl. 18:56
Blessaður Jón Valur og þakka þér einnig.
Ég skal alveg vera sammála þér um að breyta þarf hlutverki löggjafarvaldsins og helst vil ég algerlega aðskilja það frá framkvæmdavaldinu.
En eins og núverandi fyrirkomulag er þá er Alþingi ekkert annan að gúmístimpill fyrir framkvæmdavaldið, það er ríkisstjórnina á hverjum tíma.
Og ætti öllum að vera löngu ljóst að löggjafarvaldið er algerlega vangefið í þeirri stöðu.
Út því að við erum farnir að ræða þetta þá er ég kominn á þá skoðun að hér eigi að kjósa forseta, eða forsætisráðherra eins og kanslara.
Og að hann velji síðan ráðherra úr hópi lærðustu og reyndustu sérfræðinga landsins á hverju sviði.
Eitthvað í líkingu við það sem er í BNA eða Frakklandi.
Og þá skal ég vera sammála þér um að verja miklum fjármunum í vandað löggjafarstarf.
En þangað til lít ég á Alþingi sem handónýta stofnun sem sést best á þessu dómgreindarleysi við fjárlagagerðina. Og það ár eftir ár þó að nýjir þingmenn bætist við.
Þetta eru augljóslega heimalingaar úr flokkunum sem aldrei hafa vanist við að hugsa eitthvað sjálfir.
Hvað þá út fyrir rammann eins og sagt er.
Bestu kveðjur sem fyrr.
Viggó Jörgensson, 7.10.2013 kl. 19:08
Blessaður Kristján.
Ég er auðvitað að reyna að stríða flokkshænsnum sem ekki þola svona umræðu.
Og það hvarflar auðvitað ekki að mér að lítilsiglt fólk fari að steypa undan sér þægilegri innivinnu.
Menn eru ekki það stórir þarna að þeir færu að taka hagsmuni þjóðarinnar fram yfir eigin persónulegu hagsmuni.
En finnst gott að setja þetta í samhengi.
Miðað við þá hagsmuni þjóðarinnar að hafa hérna sómasamlegt sjúkrahúskerfi.
Þá er Alþingi harla ómerkilegt stofnun og framstaða manna þar miklu meira en herfileg.
Og miðað við frammistöðuna hingað til þá alþingsmenn mín vegna vera einn úr hverju kjördæmi.
Og í þessu samhengi þá mætti leggja Utanríkisráðuneytið niður í allmörg ár.
Gæti sem best verið undirskrifstofa í forsætisráðuneytinu.
Meira þarf nú ekki.
Hvað heldurðu að Össur hafi ferðast fyrir mikið og hver er eftirtekjan fyrir þjóðina?
Ferðakostnaður Össurar á síðasta kjörtímabili er á bilinu hálfur til einn og hálfur miljarður.
En það er auðvitað leyndarmál sem þjóðinni kemur ekki við, þannig að Samfylkingin biður þig auðvitað um að hafa ekki hátt um þetta.
Kærar þakkir fyrir innlitið sem fyrr.
Viggó Jörgensson, 7.10.2013 kl. 19:17
já Viggó þetta er allt satt og rétt hjá þér en aðal sökudólgarnir erum við kjósendur að kjósa sama grautinn í sömu skálinni aftur og aftur.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.10.2013 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.