13.9.2013 | 12:24
Hvaða hundategundir voru þetta?
Veit það einhver?
Vonandi er búið að svæfa þennan sem beit stúlkuna í lærið.
Fullkomlega ólíðandi.
Hundar bitu tvær stúlkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bit hefur ekki endilega með tegund að gera enda er hvergi getið um í ræktunareiginleikum neinnar tegundar að bíta fólk.
Samt sem áður, getur það gerst að illa haldinn og veikur hundur, bítur frá sér telji hann sér ógnað, hann er þá að verjast sársauka sem hann óttast að hann verði fyrir, komi viðkomandi nærri sér. Því miður er það svo að hundar hafa ekki rökhugsun, þeir geta ekki sagt að þeir finni til og okkur eigendum eru mislagðar hendur við að meta hversu verkjaðir hundarnir okkar eru, við þekkjum ekki öll merki verkja eða öldrunar hjá þeim.
Stefania (IP-tala skráð) 13.9.2013 kl. 12:46
Þakka þér innlitið Stefanía.
Eitthvað hef ég lesið um að lítið þurfi að vanrækja sumar hundategundir þannig að einstakir hundar elti uppi fólk og bíti það.
Aðrar tegundir þarf að vanrækja alveg hroðalega til þess að þeir taki upp á þessu. Dæmi: Labrador.
Viggó Jörgensson, 13.9.2013 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.