22.8.2013 | 08:30
Algerlega eðlilegt.
Fyrst þegar ég starfaði við fasteignasölu, árið 1984, var þetta hverfi í uppbyggingu og varð strax það dýrasta á landinu.
Það er algerlega eðlilegt þar sem hverfið er miðsvæðis í Reykjavík, byggingarnar fallegar og nýrri en í miðbænum og vesturbænum.
Íbúarnir eru ekki í eilífum vandræðum að finna bílastæði og gestir þeirra ekki heldur.
Stutt er í alla hugsanlega þjónustu og heilsugæslustöð er í göngufæri fyrir flesta í þessu litla hverfi.
Algert draumahverfi.
Póstnúmer 103 er ríkast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.