22.7.2013 | 17:39
Ekkert má nú orðið.
Maður myndi áreiðanlega aka hægar og vera meira vakandi fyrir umferðinni ef þetta tíðkaðist meira.
En svona eru allar framfarir brotnar niður.
En ég tek auðvitað undir með lögreglunni að karlmenn eiga ekki að vera naktir undir stýri.
Það er algert ógeð að láta börnin sjá slíka óhæfu.
En hins vegar voru jú blessuð börnin öll á brjósti þannig að það er allt annað mál.
Það ætti nú hver að sjá.
Sat nakin undir stýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Facebook
Athugasemdir
Ef þetta gerðist hér á Íslandi, þessu teprulegasta landi heims, yrði allt vitlaust og öll dómstig yrðu sett á red alert. Á meginlandi Evrópu (og í San Francisco) er nekt á almannafæri ekki óalgeng og konur ganga um brjóstaberar í New York. En á Íslandi er bæði nekt og ber brjóst ekki aðeins bönnuð, þótt hún geri engum neinn skaða, heldur er hún 8. dauðasyndin.
Austmann,félagasamtök, 22.7.2013 kl. 19:23
Femínistakerlingarnar standa samviskusamlega vaktina.
Það má ekki vera skemmtilegt hjá neinum öðrum.
Úr því að ekkert gerist nema leiðinlegt í þeirra lífi.
Viggó Jörgensson, 22.7.2013 kl. 20:15
Austmann,félagasamtök, 22.7.2013 kl. 20:48
En konan var ekki með ökuskírteinið á sér,held ég alveg örugglega.Hvar ætti hún annars að hafa haft það?Nekt var bönnuð í san franciskó í fyrra Austmann.Man þetta af því að ég efni til fatasöfnunar af því tilefni á Facebook.
Jósef Smári Ásmundsson, 23.7.2013 kl. 11:42
Ég veit það, það var vegna þess að ákveðnir einstaklingar (ætla ekki að nefna það hér, gæti verið sakaður um fordóma) eyðilögðu fyrir öðrum. En ber brjóst á almannafæri í New York eru leyfð, því að jafnréttissinnaðar konur fengu því framgengt við ríkisdómstól. Og nekt á almannafæri á meginlandi Evrópu, bæði Vestur- og Austur-Evrópu er það algengt að fólk snýr sér ekki lengur við þegar naktar konur ganga niður göturnar og nekt á almannafæri er leyfð með lögum í Barcelona eftir því sem mér skilst.
Austmann,félagasamtök, 23.7.2013 kl. 13:01
Þetta var fróðlegt, þakka ykkur strákar...
Nú eru 2000 manns léttklæddir i Nauthólsvík.
Og örugglega nokkrar mussukerlingar að líta eftir...
Viggó Jörgensson, 23.7.2013 kl. 17:22
Nei, þá vil ég frekar á ströndina við Liseleje/Tisvildeleje. Það er alvöruströnd. Það er ylströndin í Nauthólsvík ekki.
Austmann,félagasamtök, 23.7.2013 kl. 17:44
Tak for dit gode råd, det skal jeg kikke efter når jeg går nest til Danmark.
Viggó Jörgensson, 23.7.2013 kl. 20:06
Já, ströndin milli Liseleje og Tisvildeleje er clothing optional, sem þýðir að allir eru naktir.
Fyrir nokkrum árum voru nokkrar konur sem tóku sig til og stilltu sér upp topplausar við götur í úthverfum Kaupmannahafnar og héldu á lofti hámarkshraðaskiltum með 30 km á. Hugmyndin var að hægja á umferðinni gegnum íbúðarhverfi, þar sem umferðarhraðinn var of mikill. Þetta virkaði ágætlega og þessar stúlkur fengu hrós frá dómsmálaráðherranum Lene Espersen eða innanríkisráðherranum Birthe Weiss, man ekki hvort.
Hérna á Íslandi hefðu löggurnar og femínistarnir aldeilis komið askvaðandi eins og löggurnar tvær sem komu á harðahlaupum á Eggertsgötuna með alls konar hótanir bara af því að sænsk unglingsstúlka hafði notað lögbundinn rétt sinn til að hlaupa nakin frá einum enda hússins til hins, innandyra. Íslendingar eru svo steiktir.
Austmann,félagasamtök, 23.7.2013 kl. 21:03
Erum búin að horfa of mikið á Kanann...
Viggó Jörgensson, 24.7.2013 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.