Veitum Snowden hæli á Íslandi.

Fyrst var ég algerlega andvígur slíkum hugmyndum og það álit mitt var einungis byggt á tilfinningu.

Eftir að hafa lesið mér til um málið er ég kominn á þá skoðun að Ísland ætti að veita Snowden hæli.

Til að mótmæla afskiptum Bandaríkjamanna af hvalveiðum okkar sem sjálfir veiða svo hval af kappi í Alaska.

Bandaríska þjóðin er með allra bestu vinaþjóðum okkar Íslendinga.

En þessi yfirgangur stjórnvalda þar í hvalveiðimálum okkar er með öllu óþolandi.

Snowden þessi hefur ekkert gert af sér nema niðurlægja stjórn Obama og það með réttu.

Uppljóstranir Snowdens eru í fullu samræmi við 1. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna.

Það er því fjarstæða að hann sé einhver afbrotamaður eða hvað þá glæpamaður.

Hann fylgdi einmitt þeirri sannfæringu sinni að taka ekki þátt í að leyfa bandarískum stjórnvöldum að halda áfram á sinni óheillabraut.

Sem er að gera Bandaríkin sjálf að glæparíki, heimsveldi hins illa sem stjórnað er af stríðsóðri klíku sem njósnar um allt og alla.

Svo gæti bandaríkjastjórn dundað sér við að reyna að fá Snowden framseldan frá Íslandi.

Okkur væri bara óheimilt að framselja hann þangað. Það sannaði fangelsisvistin, og meðferðin, á Bradley Manning.

Bandaríkjastjórn væri ekki einu sinni treystandi til að hún færi með Snowden til Bandaríkjanna.

Hún gæti eins vel flutt hann til Gvantanamo á Kúbu.

Staðnum sem Obama lofaði að loka. Mesta mannréttindahneyksli nútímans.

Edward Snowden einn mesti hugsjónamaður samtímans, á sviði mannréttinda, vertu velkominn til Íslands.

-----------------

(Við hespum þig bara saman við Birgittu, eða aðra skvísu, á flugvellinum, og þá er Hanna Birna skák og mát. Eða þannig sko.)

(Endurbirt frá 25.6.2013)

 


mbl.is Snowden verði íslenskur ríkisborgari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, veitum honum hæli hér á landi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2013 kl. 18:04

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

þakka þér Ásthildur Cesil.

Og það er líka út af því sem Jón Magnússon hrl. segir að ríkið eigi ekki að komast upp með að njósna um okkur öllum stundum.

Og það án tilefnis.

Viggó Jörgensson, 4.7.2013 kl. 21:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2013 kl. 10:28

4 identicon

Ég er á lausu

Edda Björk Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2013 kl. 11:49

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er þá spurningin hvort þú skreppur til Moskvu Edda Björk

eða bíður í dressinu á flugvellinum

Viggó Jörgensson, 7.7.2013 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband