Þakkir Karl fyrir þessa grein. Of mikið sparað í heilbrigðiskerfinu.

Það er stundum sagt að öll fjölskylda alkóhólista sé einnig veik.

Það gleymist kannski þegar aðrir sjúkdómar eiga i hlut.

Starfsfólk Krabbameinsdeildar Landsspítalans vinnur frambært starf segja mér þeir sem þar hafa verið.

En þar er ekki gert ráð fyrir að aðstandendur séu einnig meðhöndlaðir þó að þess þyrfti.

Álagið er ærið nóg við að sinna sjúklingunum sjálfum. 

Eins og í meðferð annarra sjúkdóma geta fjölmargar heilbrigðisstéttir komið að meðferð krabbameina.  

Kvíði og svefnleysi eru eðlilegur hluti af gangi þessa sjúkdóms eins og margra annarra.

Bara það eitt að ná ekki sæmilegum svefni er full ástæða til að leita til geðlæknis undir slíkum kringumstæðum. 

Bæði þeir sem eru með alvarlega sjúkdóma, og makar þeirra, eiga hiklaust að fara til geðlækna eða sálfræðinga. 

Ýmist saman og sitt í hvoru lagi. 

Það ætti að vera sjálfkrafa hluti af meðferðinni að vísa fólki bæði til þessara aðila.

Ef gefa þarf kvíðalyf, svefnlyf eða þunglyndislyf á að leita til geðlæknis. 

Ef samtalsmeðferð nægir getur sálfræðingur annast þá hlið. 

Það á einmitt að reyna að fyrirbyggja kvíða sem leytt getur til svefnleysis og þunglyndis.

Það eru ekki góðir félagar neins og alls ekki þeirra sem berjast við alvarlega sjúkdóma.

Og það sama á við um nánustu aðstandendur, hvort sem það eru foreldrar, börn, systkini eða makar sjúklingsins. 

Undir þessum kringumstæðum fær fólk gríðarlegt magn af upplýsingum. 

Áreiðanlega bendir heilbrigðisstarfsfólk sjúklingum á mögulega aðstoð geðlækna, sálfræðinga og annarra sérfræðinga.

En misstór hluti upplýsinganna ferð eðlilega fyrir ofan garð og neðan í mörgum tilfellum. 

Heilbrigðiskerfið ætti því sjálfkrafa að senda sjúklinga og aðstandendur til geðlæknis eða  sálfræðings. 

Það ætti að vera fastur hluti af meðferð alvarlegra sjúkdóma.   

Þeir sérfræðingar myndu svo meta hver þörfin væri á þjónustu þeirra í framhaldinu.

Það að þetta sé ekki gert er að sjálfsögðu af sparnaðarástæðum því áherslur þjóðfélagsins eru á ranga hluti. 

Þjóðfélagið eyðir 11.000. miljónum króna í utanríkismál á ári, sem er þrisvar sinnum of há upphæð. 

En sparar í heilbrigðiskerfinu, löggæslunni og menntakerfinu.

Í slíku þjóðfélagi er eitthvað mikið að.

Slíkt þjóðfélag er sjálft sjúkt.

----------------------

Það er nákvæmlega ekki einn einasti alþingismaður að gera athugasemdir við kostnað okkar af  utanríkismálum.

Eða yfirleitt við ranga forgangsröðun í útgjöldum ríkisins svo að nefndir séu ákveðnir málaflokkar.  

Eða man einhver eftir dæmum um slíkt?

Hvað höfum við eiginlega við svoleiðis fólk að gera við stjórn landsins?

Nú eftir hrun hefur t. d. kostaður við utanríkismál hækkað ár frá ári. 

Dómgreindarbresturinn er í rauninni alger. 

Hreinlega fullkomin firring.  

 

 


mbl.is Krabbameinsheimurinn er harkalegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Satt og rétt Viggó. Konan mín greindist með brjóstakrabbamein haustið 1998. Hún var (eða við vorum) í hópi þeirra heppnu. En slíkt veit enginn fyrirfram og líðanin á meðan á meðferð stendur og síðan eftirfylgd í 5 ár er skelfileg oft á tíðum. Það hefði verið gott að njóta þjónustu sálfræðings þá, það sér maður eftir á. En enginn benti okkur á það.

Ég er líka sammála þér um kolranga forgangsröðun í fjárlögum. Fé er ausið í ýmiss konar rugl en nauðsynjar eins og heilbrigðis- og menntamál sitja á hakanum. Það er fáránlegt.

Magnús Óskar Ingvarsson, 2.7.2013 kl. 07:47

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það gleður mig ósegjanlega að konan þín skyldi ná heilsu Magnús Óskar. 

Fósturpabbi minn fékk tvisvar krabbamein, og vinur minn nýlega, þannig að ég hef einhverja innsýn í þessi mál. 

En þó ekki þá sömu og þú og Karl.

Við erum sammála um að forgangsröðunin sé fáránleg. 

Þakka þér kærlega innlitið og þessar athugasemdir.  

Viggó Jörgensson, 2.7.2013 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband