Veitum Snowden hæli á Íslandi.

Fyrst var ég algerlega andvígur slíkum hugmyndum og það álit mitt var einungis byggt á tilfinningu.

Eftir að hafa lesið mér til um málið er ég kominn á þá skoðun á Ísland ætti að veita Snowden hæli.

Til að mótmæla afskiptum Bandaríkjamanna af hvalveiðum okkar sem sjálfir veiða svo hval af kappi í Alaska. 

Bandaríska þjóðin er með allra bestu vinaþjóðum okkar Íslendinga.

En þessi yfirgangur stjórnvalda þar í hvalveiðimálum okkar er með öllu óþolandi.  

Snowden þessi hefur ekkert gert af sér nema niðurlægja stjórn Obama og það með réttu.

Uppljóstranir Snowdens eru í fullu samræmi við 1. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna.

Það er því fjarstæða að hann sé einhver afbrotamaður eða hvað þá glæpamaður.

Hann fylgdi einmitt þeirri sannfæringu sinni að taka ekki þátt í að leyfa bandarískum stjórnvöldum að halda áfram á sinni óheillabraut.

Sem er að gera Bandaríkin sjálf að glæparíki, heimsveldi hins illa sem stjórnað er af stríðsóðri klíku sem njósnar um allt og alla. 

Svo gæti bandaríkjastjórn dundað sér við að reyna að fá Snowden framseldan frá Íslandi.

Okkur væri bara óheimilt að framselja hann þangað.

Það sannaði fangelsisvistin, og meðferðin, á Bradley Manning.

Bandaríkjastjórn væri ekki einu sinni treystandi til að þeir færu með Snowden til Bandaríkjanna.

Hún gæti eins vel flutt hann til Guantanamo á Kúbu.

Staðnum sem Obama lofaði að loka.

Mesta mannréttindahneyksli nútímans.

Edward Snowden einn mesti hugsjónamaður samtímans, á sviði mannréttinda, vertu velkominn til Íslands.

-----------------

(Við hespum þig bara saman við Birgittu, eða aðra skvísu, á flugvellinum, og þá er Hanna Birna skák og mát.

Eða þannig sko.)   


mbl.is Pútín: Snowden enn á flugvellinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sammála þér Viggó maðurinn er hetja og þess vegna væri rétt að leyfa honum að vera á Íslandi.

Hitt er annað mál að það yrði mikill tími sem færi í sóun að ræða við BNA um framsal, tími sem Ríkisstjórnin hefur ekki of mikið að.

Þeir hafa nóg á sinni könnu að reina að bjarga því að fleirri heimili fara í rúst.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.6.2013 kl. 18:17

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það færi enginn tími í að ræða um framsal Jóhann ef honum yrði veittur ríkisborgararéttur.Þetta yrði að sjálfsögðu verkefni Utanríkisráðherra.Ég er sammála því að það á að taka við honum.Ég er að sjálfsögðu að það eigi að berjast gegn hryðjuverkum en að njósna um alla getur ekki verið rétta leiðin.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.6.2013 kl. 19:24

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka ykkur strákar.

Það yrði einmitt verk embættismanna að ræða um framsal. 

Og þegar ESB aðild er ekki lengur á hægra brjóstinu á utanríkisráðherra verða þau verkefnalaus þar.

Og svo má auðvitað láta manninn og ballerínuna hans fá hér ríkisborgararétt.

Hann getur svo kennt okkur hvað við erum miklir hálfvitar í tölvu, net og njósnamálum. 

Hún getur kennt þeim í ráðuneytinu að dansa og kannski fleirum.

Eða var það kannski bara Össur sem var ekki liðtækur í Svanavatnið?

Viggó Jörgensson, 25.6.2013 kl. 20:22

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Persónuvernd er mikilvæg og fólk ætti að berjast fyrir henni.

En að gefa íslenzkan Ríkisborgararétt eins menn væru að gefa sælgæti það er alveg jafn vitlaust. Ef ég man reglurnar þá þurfa menn að vera með lögheimili í 5 ár til að fá Ríkisborgararétt. Kanski eru þessar reglur löngu breittar, ef ekki þá á að fylgja reglunum til þess eru þær.

Ekki segja að þessi og hinn hafi fengið Ríkisborgararéttinn strax, það er alveg jafn vitlaust fyrir það.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 25.6.2013 kl. 21:25

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég man eftir handboltamanni sem fékk ríkisborgararétt, nánast yfir nótt af því að það þurfti að fá hann í landsliðið.

Í þessum efnum getur Alþingi gert það sem því sýnist. 

Hvernig var það aftur með Bobby Fisher???

Hann var um tíma eftirlýstur af Bandaríkjastjórn en fékk hér ríkisborgararétt. 

En það er rétt að fyrir hinn venjulega og óþekkta mann eru viðmiðunarreglur ætli þeir að fara í umsóknarröðina. 

Bestu kveðjur. 

Viggó Jörgensson, 25.6.2013 kl. 22:18

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er sammála þér Jóhann með þessar reglur,en það verður stundum að gera undantekningar.Ef hann fær ekki ríkisborgararétt þýðir það framsal.Minnir að það sama hafi verið upp á teningnum varðandi Fiscer.Þetta er mannúðarmál og ekki það sama og þegar körfuboltamanni er veittur ríkisborgararéttur bara vegna þess að hann vantar í liðið.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.6.2013 kl. 22:25

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Landvistarleyfi, atvinnuleyfi og ríkisborgararéttur á nefnilega að vera þeim til handa sem þjóðina vantar eða langar til að bjóða hingað en ekki aðra.

Hér er ekkert heimboð fyrir alla aumingja í veröldinni.

Og því miður eru hér heldur ekki aðstæður að taka við þeim sem telja sig eiga bágt í veröldinni.

Við getum ekki einu sinni okkar eigin fólki sómasamlega. 

En við eyðum 11.000.000.000. krónum í utanríkismál.  

Eitthvað sem mætti skera niður um helming til að byrja með. 

Viggó Jörgensson, 25.6.2013 kl. 22:26

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

En við erum nú engir hálfvitar á tölvurnar Viggó.Við kunnum vel að blogga og ýmislegt.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.6.2013 kl. 22:27

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Nákvæmlega Jósef Smári.

-----------

Biðst afsökunar á ritvillu.   Það átti að vera Bobby Fischer

Viggó Jörgensson, 25.6.2013 kl. 22:29

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég er nú að meina að hér hefur allt verið opið hjá öllum þorra almennings, í atvinnulífinu og stjórnkerfinu. 

Hver sem er skarpari en skólakrakki, af tölvukynslóðinni, getur vaðið út og inn um "allar" tölvur landsmanna.

Sjálfur er ég einn af þessum hálfvitum en í minni tölvu eru reyndar engin leyndarmál. 

Allt sem mér dettur til hugar skrifa ég jafnóðum á bloggið hvort sem er þannig að það þarf enginn að brjótast inn hér hjá mér. 

En heldurðu að öryggismálin séu komin í lag annars?

Viggó Jörgensson, 25.6.2013 kl. 22:32

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Engar undantekningar með Ríkisborgararéttinn.

Hvað sem var gert fyrir Fisher var einmitt að það á ekki að veita neinar undanþágur.

Það er hægt að veita landvistarleifi í 5 ár og ef manneskjan hefur ekki orðið að afbrotamanneskju og hefur getið séð fyrir sér og sínu þá má láta þetta fólk fá Ríkisborgararétt.

Ef menn halda að það að ef Edward Snowden fer til Englands með íslenzkan Ríkisborgararétt að hann verði ekki handtekinn og sendur til BNA, then you are badly mistaken.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.6.2013 kl. 23:07

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er rétt hjá þér að Snowden væri þá kominn með tvöfaldan ríkisborgararétt, bæði íslenskan og í BNA. 

Og það væri hægt að heimta framsal á honum frá þeim rúmlega 100 löndum sem BNA hefur framsalssamning við.

Nema þá frá Íslandi þar sem við megum ekki framselja okkar eigin ríkisborgara.

En það þarf alltaf að skoða hvort að ríkjum Evrópu sé heimilt að framselja menn yfirleitt.

Það er þeim sem eru aðilar að Evrópuráðinu og Mannréttindasáttmála Evrópu.

Það má t. d. alls ekki ef viðkomandi getur átt von á dauðarefsingu.

Og það má heldur ekki ef hann á von á pyndingum eða illri meðferð sem ekki er heimil í Evrópu.

Miðað við meðferðina á Bradley Manning, sem að vísu er hermaður, þá er vafasamt að framselja fólk til BNA.

Nema þá morðingja og einhverja stórglæpamenn og þá aðeins ef þeir eiga ekki von á pyntingum eða dauðarefsingu. 

Þannig að það er rétt að Bretar myndu mögulega framselja Snowden þó hann hefði tvöfaldan ríkisborgararétt.

En fyrst yrðu þeir að sannfæra sig um að það væri heimilt samanber ofanritað.

Og þeir yrðu með Evrópusambandið ofan í hálsmálinu og Evrópuráðið sömuleiðis.  

Að mínu mati ætti ekkert að framselja hann nema að á hann sönnuðust njósnir fyrir erlend "óvinaríki".

En hvað um það. 

Ég er alltaf verið efins um að veita ríkisborgararétt yfirleitt.

Og sé það gert á að gera það með skilyrðum.

Um að viðkomandi sé ljóst að hann verði sviptur réttinum aftur ef hann leggi fyrir sig glæpi. 

En við verðum áfram ósammála um að þetta skuli vera föst regla. 

Það að einhver hafi hangið hér upp á Íslandi, í t. d. 5 ár eða eitthvað, á heldur ekki að þýða sjálfkrafa 

að hann fái þá ríkisborgararétt.   Það er allt of sjálfvirkt.

En ef þetta er t. d. einstaklingur af íslenskum ættum þá á hann að fá réttinn strax ef hann ákveður að koma heim. 

Á t. d. annað foreldri íslenskt, afa, ömmu o. s. frv. 

Bestu kveðjur af Fróni þar sem loksins er að koma sumar sunnanlands.

Viggó Jörgensson, 26.6.2013 kl. 01:48

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Viggó hvað ertu að gera svona seint, er ekki kominn háttatími ;>)

Góða nótt.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 26.6.2013 kl. 01:59

14 Smámynd: Viggó Jörgensson

Konan er ekki heima þannig að ég ræð sjálfur hvað ég vaki lengi.

En lofa ykkur báðum að fara snemma að sofa í kvöld.   

Viggó Jörgensson, 26.6.2013 kl. 22:52

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ok Viggó ég lofa að kjafta ekki frá.

Sleep tight all night and don´t let the bed bugs bite.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 27.6.2013 kl. 02:10

16 Smámynd: Viggó Jörgensson

LOL

Viggó Jörgensson, 27.6.2013 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband