21.6.2013 | 00:14
Ekkert óeðlilegt að gera samning.
Keppnin ungfrú Ísland snýst um viðskipti.
Þær stúlkur sem áhuga hafa á keppninni fá eitthvað í sinn hlut sem þeim þykir áhugavert.
Og ekkert athugavert við að ungt fólk taki þátt í skemmtilegum, og spennandi, viðburðum með jafnöldrum sínum.
Og það er ekkert óeðlilegt að keppnishaldari og keppendur geri einhvers konar viðskiptasamning sín á milli.
Til dæmis um almannatengsl, auglýsingar, ímynd keppninnar, ímynd keppenda sjálfra og kynningarstörf þeirra út á við.
Eða um önnur viðskiptatengd mál svo sem vinnu keppenda, t. d. sigurvegara, á vegum keppninnar í framhaldinu.
Það má sem sagt á milli vera að gera eðlilegan samning eða samning eins og sagt var frá í fréttum um fyrri slíka samninga.
Enginn samningur í Ungfrú Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.