10.4.2013 | 11:40
En það hefði verið betra.
Það verður að segja Birgittu Jónsdóttur til hróss að hún fór til Bandaríkjanna á hárréttum tíma.
Nú rétt fyrir kosningar hefur henni tekist að koma flokki sínum upp fyrir 5% markið og gott betur en það.
Hún fékk bæði athygli, og aukið álit kjósenda, fyrir að þora að fara til Bandaríkjanna.
Þar á bæ eru menn ennþá reiðir út af lekanum til Wikileaks og birtingu þess á leyniskjölum.
Sem sést á þeim fréttum sem Birgitta færir okkur að opinberir starfsmenn geti misst vinnuna með einu að opna Wikileaks síðuna.
Áhersla Birgittu á upplýsingafrelsi er gott og sígilt en hefði verið betra ef hún hefði einbeitt sér að verkefnum hér heima.
Til dæmis að öllum leyndarmálum núverandi ríkisstjórnar sem Birgitta studdi heilshugar.
Nú vitum við reyndar ekki hvort að Birgitta fór til Bandaríkjanna á diplómatavegabréfi eða ekki.
En þá hefði Bandaríkjamönnum verið óheimilt að skipta sér nokkuð af henni.
Var þessi ferð á vegum Alþingis?
Ég þarf ekki að vera handtekin til að fá athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Facebook
Athugasemdir
Góðar ábendingar hjá þér, Viggó, m.a. um leyndarhyggjustjórnina, sem Birgitta studdi í verki. Þvílík var leyndarhyggjan, að stjórnin efndi til "upplýsingalaga" sem miðuðust við, að Jóhönnustjórnin gæti haldið ýmsu baktjaldamakki og svikræði sínu leyndu í 110 ár eða svo, nógu lengi til að jafnvel börn þessara ráðherra komist aldrei að því, hve gruggugt var um ýmis störf þeirra.
Og afar athyglisvert er þetta um diplómatavegabréfið! Var hún á rauða passanum?
Jón Valur Jensson, 10.4.2013 kl. 12:49
Sæll Jón Valur.
Ef hún var á diplómatapassa þá fer ljóminn af hetjudáðinni og hugrekkinu. Hún dáðist að minnsta kosti mjög að undirbúningi og aðstoðinni frá Utanríkisráðuneytinu áður en hún fór.
Það er sem betur fer hægt um vik að breyta þessum 110 ára lögum aftur.
En það er alveg glæsilegt dæmi um þá sviksamlegu leynd og gjörninga sem ekki þola dagsljósið.
Viggó Jörgensson, 13.4.2013 kl. 12:59
Sammála þér!
Jón Valur Jensson, 14.4.2013 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.