Bættur sé skaðinn.

Ég er á móti dauðarefsingum yfirleitt.

En sé hún yfirhöfuð í löggjöf ríkis er sjálfgefið að skylt sé að dæma slíkan glæpamann til dauða. 

Þeim fylkjum fer sem betur fer fækkandi í Bandaríkjunum sem hafa dauðarefsingu í löggjöf sinni.

Dauðarefsing er nefnilega yfirleitt refsing þeirra sem ekki eiga fé fyrir góðri málsvörn.

Í Texas eru lang flestar dauðarefsingar og hinir dæmdu eru fyrst og fremst hinir bláfátæku.

Eitthvað svo kunnuglegt alltaf.

Réttara tel ég að fjöldamorðingjar eigi að dæmast í ævilangt fangelsi án möguleika á náðun. 

Í Noregi var það ömurlegt klúður að ævilangt fangelsi skyldi afnumið úr lögum.

Þannig að ekki væri hægt að loka inni Anders Breivik þar til hann geispar golunni. 

Hann fékk aðeins 21 árs dóm en 210 ár hefði verið nær.  Reyndar frekar 2100 ár til öryggis svo að reynslulausn kæmi ekki til mála.   

Fyrir Norðmenn er það þjóðarhörmung að ekki sé hægt að læsa Breivik inni og henda lyklinum.  

Hérlendis er ævilangt fangelsi enn í löggjöfinni hverju Guð forði að grípa þurfi til. 

En nauðsynlegt ákvæði.  

 

 


mbl.is Dauðadóms krafist yfir James Holmes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eina slæma við dauðarefsingu er hvað hún er óafturkræf ef um mistök er að ræða! Enn fyrir utan það þá er hún bara í lagi finst mér. það eru til menn og líka hér á landi sem hafa alveg fyrirgert rétti sínum til að lifa. þá er ég að tala um menn eins og td Karl Vigni,Steingrím Mjáls ofl þannig kvikindi. Ég mundi persónulega vera til í að borga fyrir að fá að taka slíka menn af lífi.

óli (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband