Hlutverk dómstóla en ekki kirkjunnar.

Samkvæmt stjórnarskránni sem 93% kosningabærra manna samþykktu á sínum tíma. 

Er það hlutverk dómstóla og endanlega Hæstaréttar Íslands að ákveða hver er sekur og hver saklaus á Íslandi.

Frú biskupinn er vinsamlegast beðin um að ganga ekki, án heimildar, inn á verksvið einhverra handhafa ríkisvaldsins. 

Það er einfaldlega ekki Kirkjunnar að útdeila mönnum sekt eða sakleysi í sakamálum. 

Að íslenskum lögum eru menn saklausir þar til dómstólar dæma annað.  

Dæmdir menn eru sekir nema dómstólar snúi því við.  

Megum við eiga von á því að frú biskupinn lýsi því yfir að dæmdir bankamenn séu saklausir? 

Megum við eiga von á því að frú biskupinn lýsi því yfir að dæmdir barnaníðingar séu saklausir? 


mbl.is „Vegna þess að lýðurinn hrópaði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Takk fyrir þetta innlegg ..eg er svo sammála ..og verð fyrir vonbrigðum i hvert sinn sem eg heyri þennann nyja biskup messa  ,og alltaf að fordæma eitthvað eða láta vandlætingu sina i ljósi ....Konur leyfa ser margt i dag sem eg get ekki verið þeim sammála um jafnvel þó biskup se !

rhansen, 1.4.2013 kl. 10:10

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér rhansen.

Ja þarna er blessunin að minnsta kosti algerlega komin yfir strikið. 

Hún mun kannski segja okkur í jólamessunni að meintur misyndismaður á biskupsstól hafi verið algerlega saklaus af öllum ávirðingum?

Viggó Jörgensson, 1.4.2013 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband