24.2.2013 | 14:52
Þetta ættu vinstri menn að læra.
Bjarni Benediktsson hefur verið undir gríðarlegri ágjöf allar götur frá bankahruninu.
Einhverjum blaðaútgefendum, blaðamönnum, og fleirum langar einhver ósköp til að gera hlut Bjarna verri en hann var.
Æðsta stofnun Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að Bjarni fái áfram tækifæri til að sanna sig sem formaður flokksins.
Og það hefur lengstum verið styrkur Sjálfstæðisflokksins að þar snúa menn bökum saman um slíka niðurstöðu.
Eftir síðasta landsfund ákvað t. d. Hanna Birna Kristjánsdóttir að hætta við að sækjast frekar eftir formannsembættinu.
Þetta eru alveg öfug vinnubrögð við það sem tíðkast á vinstri væng stjórnmálanna.
Þar hefur flokksstarfið lengstum farið í innanflokksátök út af persónulegum metnaði alls konar undirmálsfólks.
Sem með sífelldum vandræðum hafa réttilega minnkað tiltrú á þau sjálf og einnig flokka þeirra.
Ágætt dæmi um slíkt fólk eru þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.
Hvorugt þeirra hefur gáfur, hæfileika, menntun né persónuleika til að geta verið stjórnmálaforingjar.
Samt hafa þau, með dugnaði og þrautseigju, olnbogað sig áfram af yfirgengilegum ofstopa, heift og offorsi.
Og náð að ryðjast til forystu á vinstri væng stjórnmálanna án þess að hafa til lágmarkshæfileika.
En hins vegar yfirgengilegan skammt af persónulegum ofmetnaði en gagnrýnislausu ofmati á eigin getu og hæfileikum.
En nú er kannski von um betri tíma.
Nýkjörinn formaður vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir ber af íslenskum stjórnmálamönnum.
Hún er einlæg, heiðarleg, velviljuð, hófsöm í málflutningi og er í stjórnmálum út af hugsjónum sínum.
Ekki til að fá persónulegan hagnað heldur ávinning fyrir alla með jafnari hætti en verið hefur í þjóðfélaginu.
Að stúlkan sé spjölluð í félagsskap Steingríms, Árna Þórs, Björns Vals og viðlíka pólitískum pestargemlingum.
Að besti vinstri maðurinn í landinu sé í slíkri búllu með öðrum eins skaðræðisskríl er enn eitt dæmið um óhamingju íslenskra vinstri manna.
Katrín ætti að stofna sérstakan flokk fyrir hófsama, og skynsama, vinstri menn. Og losa sig úr félagsskap ruslaralýðs úr kalda stríðinu.
En hvað um það.
Nú vaknar hins vegar spurningin hvort að íslenskir kjósendur telji að Bjarni Benediktsson sé fulltrúi íslensks almennings.
Eða hvort að kjósendur telji hann fulltrúa yfirstéttarinnar í landinu, fjármálaafla og sérhagsmuna.
Landsfundarfulltrúar telja að Bjarni sé rétti formaðurinn til að stækka flokkinn og leiða hann til nýrra sigra.
Og þá er bara að bíða og sjá hvort að kjósendur verði þeim sammála.
Núna lítur það alls ekki svo vel út í skoðanakönnunum.
En landsfundarfulltrúar lesa kannski ekki um niðurstöður skoðanakannanna.
Telja kannski ekki að flokkurinn þurfi að gera neitt með skoðanir kjósenda?
Það er að minnsta kosti óskemmtilegt fyrir almenna flokksmenn að Bjarni njóti allra minnst trausts á íslenskum stjórnmálaforingjum.
Ekki bara minna trausts en þau Jón Gnarr, Sigmundur, Steingrímur, Jóhanna og Árni Páll.
Heldur einnig minna trausts en Guðmundur þingsætiserfingi og fulltrúi Wikileaks á Íslandi; Birgitta Jónsdóttir.
Bjarni og landsfundarfulltrúar þurfa þó ekki að kvíða verkefnaskorti fram að kosningum.
Það er þó strax huggun.
-----------------
Á síðustu öld var ég krakkakvikindið sendur til langömmu og hennar fólks í sveitinni.
Varð þá á að spyrja roskinn bónda hvort hann hygðist stækka bú sitt og auka tekjur þess.
Nei takk, hann varðaði ekkert um neinar tekjur sem þýddu bara aukna áþján og bruðl til heimilis.
Hann þyrfti ekki annars með en tóbaksbréf á viku og ekki færi hann að spreða í nýtt litasjónvarp eða einhverja bölvaða vitleysu.
Í hans sjónvarpi sæjust sauðalitirnir og um aðra liti varðaði hann ekki hvað sem þau segðu heima við.
Og þessi bóndi er ennþá á landsfundum Sjálfstæðisflokksins ásamt öðrum helstu hyggindamönnum flokksins.
Hann færi nú síst að kjósa Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem formann, þó að hún njóti mests trausts hjá kjósendum.
Þetta væri ættlaus stelpukrakki sem ekki einu sinni væri lögfræðingur þó hún hefði próf úr latínuskólanum.
Og þó hún hefði próf í stjórnmálafræði þá væri það nú einhver óþarfi sem sæist best á honum sjálfum.
Og þó að fleiri færu að kjósa hana en Bjarna yrði það bara meira vesen á þessum tímum sem væru nú nógu erfiðir fyrir.
Flokkurinn færi í stjórn sem fylgdi hlaup á alls konar kjördæmisfundi og í alls lags útréttingar.
Og læknirinn væri búinn að banna öll ferðalög sem yllu geðshræringu svo sem á jarðarfarir sjálfsstæðismanna.
Hann mætti fara á hrútasýningar en stælist á landsfundi þó það yrði í sjúkrabíl.
Og hann yrði sko sá fyrsti sem kæmi þangað í líkbíl líka.
Von að maðurinn segi það.
Bjarni endurkjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.2.2013 kl. 15:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.