Og hvernig talaði Jón Gnarr um kennara sína?

Og hvernig voru svo lýsingar Jóns Gnarr á veru hans í Réttarholtsskóla.

Þær lýsingar eru honum til fullkominnar skammar.

Og reyndar braut Jón almenn hegningarlög þegar hann var að ærumeiða látinn kennara. 1*)

Þeir Einar heitinn Siggeirsson, Hákon heitinn Magnússon og Árni Njálsson voru bara virkilega góðir kennarar hver á sínu sviði.

Og þeir höfðu einlægan metnað fyrir hönd okkar nemenda skólans eins og allir kennararnir þar.    

Þó að þeir vönduðu stundum um við okkur nemendur -reyndar minna en við áttum skilið-

þá vildu þeir okkur allt það besta og vildu virkilega að við stæðum okkur í náminu.

Kennararnir höfðu að sjálfsögðu sín persónueinkenni eins og allir aðrir. Og hvað með það?

Vanlíðan Jóns í skólanum var ekki kennurunum eða skólanum að kenna. 

Guð gefi að Jón Gnarr átti sig á hann getur ekki ærumeitt aðra og um leið heimtað friðhelgi fyrir sjálfan sig.  

Jón Gnarr skuldar þessum kennurum, og okkur í Réttarholtsskóla fyrr og síðar, afsökunarbeiðni.

Réttarholtsskólinn var og er mjög góður skóli.

Og þessir kennarar virkilegir heiðursmenn.

 

1*)  "Almenn hegningarlög 1940 nr. 19 12. febrúar

...

XXV. kafli. Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs.

...

240. gr. Sé ærumeiðingum beint að dánum manni, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári].

1) 1)L. 82/1998, 130. gr. "

 


mbl.is Prestur segir Jón Gnarr misskilja einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég, systkin mín og börn okkar vorum í Réttarholtsskóla á árabilinu 1974 - 2010. 

Viggó Jörgensson, 31.1.2013 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband