29.1.2013 | 22:23
Vælukjói eða í hverju fólst ofbeldið?
Jón Gnarr verður að átta sig á að hann er orðinn stjórnmálamaður.
Hann getur ekki verið í stjórnmálum án þess að vera stjórnmálamaður.
Hann verður að þola óvægna gagnrýni án þess að væla yfir því að hann sé lagður í einelti.
Hann verður að þola þunga gagnrýni án þess að væla yfir ofbeldi.
Eða í hverju var þetta falið?
Var maðurinn meiddur persónulega, líkamlega eða andlega?
Jón verður að koma með nánari skýringar annars er þetta bara eitthvað væl.
Fórnarlambavæðing þjóðfélagsins er gengin yfir öll mörk.
Menn stela þjóðarauðnum og hlaupa með hann burt.
Væla svo eins og grenjuskjóður yfir því að lögregla, fjölmiðlar og saksóknarar séu á eftir þeim.
Og að almenningur sé að kenna þeim um ófarir þjóðarbúsins sem þeir stálu öllu frá.
Svo láta einhverjir kjósa sig til opinberra embætta og kveina yfir að þeir séu krafðir um reikningsskil gerða sinna og loforða.
Ég hef alltaf verið svo mikill aumingi og allir hafa alltaf verið svo vondir við mig.
Og ég er ennþá aumingi og ennþá eru allir vondir við mig.
En nú þori ég þó að klaga þá sem vilja að ég hætti að þykjast vera aumingi sem enginn megi segja neitt við.
Jón Gnarr verður að gera betur en þetta. Og getur það reyndar hafi hann áhuga á því.
En stjórnmál eru ekki fyrir grenjuskjóður.
Einelti og hreint og klárt ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.1.2013 kl. 22:16 | Facebook
Athugasemdir
Vandamálið er, að Jón Gnarr er ekki nógu ómerkilegur til að vera stjórnmálamaður. Hann á að ljúga blákallt til hægri og vinstri og aldrei viðurkenna mistök og ekki að blikka auga á meðan. Það er sko stjórnmálamaður! Allavega á Íslandi.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 22:48
Ásakanir Jóns um einelti eru í raun andlegt ofbeldi af hans hálfu sem hann beitir listilega í þeim tilgangi að þagga niður í gagnrýnisröddum, í besta falli þjáist hann af paranoju. Jón þarf að læra að fagna gagnrýni sem tækifæri til að sjá málefni frá öðrum sjónarhornum en hans eigin og geta þannig fundið skapandi lausnir. Hann virðist ekki vita að hann bauð sig fram í ábyrgð sem felst í að hlusta á þarfir íbúanna og sjónarmið.
Sólbjörg, 29.1.2013 kl. 23:09
Jæja, rýnum aðeins í orðalagið í "fréttinni". Hinir fundirnir voru fræðandi, málefnalegir og góðir. Þessi ekki! Hann hefur þá verið ómálefnalegur, a.m.k. af hendi umræddra fundargesta. Raunar má skilja af orðalaginu að þarna hafi menn verið heldur meira en ómálefnalegir. Etv. hefur fundarstjóri ekki staðið sig í stykkinu, enda stundum erfitt.
Að sjálfsögðu á að nýta svona fundi til að gagnrýna það sem gagnrýni er vert, en það þarf að vera á málefnalegum grunni. Borgarstjóri kvartar yfir að svo hafi ekki verið og þú kallar hann vælukjóa fyrir vikið...!
Hversu málefnalegt er það?
Haraldur Rafn Ingvason, 29.1.2013 kl. 23:41
Ekki veit ég af hverju Reykvíngar eru að kvart yfir vangetu og óheiðaleika Jóns Gnarr, þið kusuð þetta með miklum yfirburðum og ekki segja "ekki ég."
En ef þeir sem kusu Jón Gnarr hefðu lesið yfirlýsingar hans í kosningabaráttuni, þá ættu þau ekki að vera hissa á að Jón Gnarr gerir ekki neitt og svíkur allt.
Jón Gnarr er að standa við eitt mesta kosningaloforðið sem hann hafði; að standa ekki við (svíkja) öll kosningarlofoð. Af hverju eru Reykvíkingar hissa á að hann er standa við orð sín.
Keðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 30.1.2013 kl. 00:55
Einelti og hreint og klárt ofbeldi talar Borgarstjóri um að hafa orðið fyrir frá nokkrum fundargestum á fundi þessum sem ég ætlaði svo að fara á en komst ekki, hvað á hann við, var hann tekinn persónulega og honum stillt út í horn og beittur ofbeldi eða hvað...
Þetta eru stór orð frá Borgarstjóra sem hefur sjálfur sagt að sé GEIMVERA og þurfa þau betri útskýringar...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.1.2013 kl. 07:15
Í hvert skipti sem ég og þú lítum í spegil sjáum við geimveru.
Haraldur Rafn Ingvason, 30.1.2013 kl. 09:09
Mér finnst eins og allir sem ekki mættu á þennan fund séu að tjá sig um þetta mál, er ekki upplagt að bíða eftir vitnisburði einhvers sem var í raun og veru á þessum fundi í stað þess að deila um það hvort þetta sé væl eða ekki? Það gerðist greinilega eitthvað svo óvenjulegt á þessum fundi að Jón Gnarr sá sig knúinn til að segja frá þessu.
Og nei, það að vera stjórnmálamaður er ekki grænt ljós á persónulegar árásir, en því miður er pólitíkin þannig á íslandi. Ég hef allavega mun meiri áhuga að hlusta/svara/rökræða við mína pólitíska andstæðinga frekar en að kalla þá lygara, óhæfa, aumingja, vælukjóa, etc. - kannski er það bara ég...
Og þetta tal um væl, vitiði hvað, mér finnst það viðbjóðslegt, þið hagið ykkur nákvæmlega eins og gerendur eineltis. Þegar gerandi er búinn að hjakka nógu mikið í sálarlífi þolanda, svo mikið að augun fyllast af tárum, það fyrsta sem gerandi myndi segja væri "Ertu farinn að væla? Ertu vælukjói? Grenjuskjóða!", bara sorry en ég fyrirlít svona umræður.
Gunnsteinn Þórisson, 30.1.2013 kl. 09:37
Ætli Gnarrinn sé ekki bara vanur að umgangast tóma viðhlægjendur?
Hef lesið hér á öðrum bloggum ummæli fundargesta sem finnst þetta orðum aukið hjá honum. Hann fékk allan fundinn á móti sér í byrjun með því að neita að svara einstökum spurningum, ætlaði bara að svara í lokin. Líklega með fyrirfram skrifaðri ræðu. Það er ekki nógu gott fyrir fólk sem búið er að valta yfir í skólamálum o.fl.
Þetta er allavega ekki rétta aðferðin vilji hann breyta pólitíkinni á Íslandi.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 10:58
V. Jóhannsson
Þú segir nokkuð, það er það sem Steingrímur okkar hefur ekki náð tökum á.
Hann er alltaf hankaður, svo ekki sé talað um Jóhönnu blessaða.
Viggó Jörgensson, 30.1.2013 kl. 16:14
Þú hittir Sólbjörg naglann á höfuðið eins og venjulega.
Viggó Jörgensson, 30.1.2013 kl. 16:15
Haraldur Rafn Ingvason.
Við getum tekið markaðsfræðina á málið.
Í þjónustustörfum þarf maður að standa sig eins vel
og erfiðustu viðskiptavinirnir krefjast.
Sama hversu leiðinlegir, frekir og ósanngjarnir þeir virðast vera
þá þarf maður einfaldlega að geta þjónustað þá eins vel og alla hina.
Án þess að kikkna undan því.
Og venjulegri verslun og þjónustu má búast við öllu litrófi mannlegs lífs.
Sumum líður verulega illa, aðrir eru stórskrítnir og enn aðrir hressilega geggjaðir.
Sama á við stjórnmálin.
Stjórnmálamaður þarf að hitta allar gerðir af þegnum þjóðfélagsins
(nema hann loki að sér og læsi eins og Jóhanna gerir)
og stjórnmálamaðurinn þarf að geta staðið af sér hvers konar framkomu sem vera skal.
Geti hann það ekki á hann að snúa sér að öðrum störfum sem hann ræður við.
Þoli Jón Gnarr langfrændi minn ekki gusur frá borgarbúum ræður hann ekki við starfið.
En það vissum við reyndar fyrir.
Viggó Jörgensson, 30.1.2013 kl. 16:23
Gunnsteinn þú hefur auðvitað sitthvað til þíns máls.
En samt sem áður er það svo að ef stjórnmálamaður er ekkert annað en lygari eins og þau frú Jóhanna og Steingrímur.
Er þá bannað að kalla þau lygara?
Eru þau þá fórnarlömb eineltis, ókurteisi og svo framvegis?
Það má vel vera en þau eru bara SJÁLF búin að bjóða sig fram í svo mikilvæg störf að frammistaða þeirra er grundvallaratriði fyrir framtíð og afkomu þjóðarinnar.
Þannig að þau geta engan veginn verið stikkfrí fyrir gagnrýni um gjörðir sínar.
Það á vissulega ekki að sneiða að útliti þeirra, kynhneigð, hjónabandi eða öðrum slíkum hlutum er varða þeirra einkalíf eða því þá síður fjölskyldum þeirra.
Ég hef aldrei efast um að þetta er hið mesta yndisfólk í sínu einkalífi.
En sem sem stjórnmálamenn eru þau þeir ómerkilegustu lygarar og aumingjar sem þjóðin hefur séð á þeim vettvangi.
Þau hafa ekki hikað við að henda bestu hagsmunum flokka sinna og vinstri hreyfingarinnar fyrir sinn sjúklega persónulega metnað sem stjórnmálamenn.
Þau hafa ekki hikað við að olnboga sig áfram með yfirgengilegri frekju og offorsi, hrakið og ofsótt alla sem á vegi þeirra hafa orðið í stjórnmálunum.
Þetta er pólitískt undirmálsfólk sem tekist hefur að hræða gott fólk frá stjórnmálaþátttöku eða hrekja það burt.
Þetta er fólk sem valdið hefur þjóðinni gríðarlegum skaða með vanhæfni sinni.
Og samherjum sínum og íslenskri vinstri hreyfingu óbætanlegum skaða. Sem ekki verður bættur um okkar daga ef þá nokkurn tímann.
Og Jón Gnarr var ekki það sem vantaði í stjórnmálin.
Hann hefur aldrei nennt að kynna sér eitt né neitt á þeim vettvangi.
Þess vegna á hann ekki að vera í þeim.
Ekki frekar en að skera upp á Landspítalanum eða fljúga farþegaþotu.
Hann gæti þetta eflaust allt saman ef hann hefði lagt sig eftir því.
Það er bara algerlega óþolandi að vanhæft fólk sé í mikilsverðum störfum í þjóðfélaginu.
Sama hvort það eru bankastjórar, flugstjórar, skurðlæknar, ráðherrar eða borgarstjórar.
Og það er lýðræðisleg nauðsyn að almenningur sé ekki meðvirkur með slíku.
Að þeir vanhæfu kalli sig fórnarlömb eineltis gef ég ekkert fyrir.
Hagsmunir þjóðfélagsins krefjast þess að þeir fari í störf sem þeir ráða við.
Viggó Jörgensson, 30.1.2013 kl. 16:46
Sigrún þú er nákvæmlega með þetta.
Það þýðir ekki að bjóða fólki upp á svona vinnubrögð í stjórnmálunum lengur.
Almenningur verður eftirleiðis að hafa miklu meira aðhald með þeim.
Það lærðum við í bankahruninu.
Ef við lærðum eitthvað?
Viggó Jörgensson, 30.1.2013 kl. 16:49
Guðrún Ingibjörg.
Þarna missti sig einhver og sagði að
"...þetta hyski ætti að drulla sér burt..."
meinti víst að fólkið í Besta flokknum ætti að koma sér úr borgarmálunum.
Ekki ætla ég að afsaka þetta orðalag enda Grafarvogsbúinn gert það sjálfur.
En hvað á Grafarvogsbúinn efnislega við?
Jón Gnarr gat víst engu svarað um skólamálin þarna sem munu vera í upplausn.
Jón hefur sjálfur sagt frá því að hann hafi fjarlægt allt út af skrifstofu borgarstjóra.
Og látið skrifstofustjórann vinna þau verkefni sem voru á borði borgarstjórans.
Jón segist svo hafa komið með bækur um múmínálfanna að heiman frá sér.
Það var lesefnið á skrifstofu borgarstjóra; allt um Múmínbæ.
Svo segist hann ráfa um ráðhúsið en fara stundum út að tala við endurnar.
Þess á milli taki hann á móti útlendingum eins og Yoko Ono og hangi á Facebook.
Þá hefur hann einnig ritað bréf til bandaríkjaforseta og einhverra útlendinga.
Mætir svo á fund með borgarbúum
til að ræða um þau verk sem hann á að vera að vinna að.
Og svör Jóns voru út í hött eins og hann væri sú geimvera sem hann segist vera.
Og þarna er Jón að ræða við fólk um skólagöngu og nám barnanna þeirra.
Svo er Jón bara alveg hissa að einhver hafi orðið saltvondur.
Að mínu mati slapp hann bara vel.
Ef þetta hefði verið hluthafafundur í fyrirtæki hefði hann verið rekinn á staðnum.
Viggó Jörgensson, 30.1.2013 kl. 22:51
Og enn ætla ég að bæta við um lýsingar Jóns Gnarr á veru hans í Réttarholtsskóla.
Þær lýsingar eru honum til fullkominnar skammar.
Og reyndar braut Jón almenn hegningarlög þegar hann var að ærumeiða látna kennara.
Þeir Einar heitinn Siggeirsson, Hákon heitinn Magnússon og Árni Njálsson
voru bara virkilega góðir kennarar hver á sínu sviði.
Og þeir höfðu virkilegan metnað fyrir hönd okkar nemendanna.
Þó að þeir skömmuðu okkur stundum -reyndar minna en við áttum skilið-
þá vildu þeir okkur allt það besta og vildu virkilega að við stæðum okkur í náminu.
Þeir höfðu að sjálfsögðu sín persónueinkenni eins og allir aðrir. Og hvað með það?
Vanlíðan Jóns í skólanum var ekki kennurunum eða skólanum að kenna.
Jón Gnarr skuldar þeim, og okkur í Réttarholtsskóla fyrr og síðar, afsökunarbeiðni.
Réttarholtsskólinn var og er mjög góður skóli.
Og þessir kennarar heiðursmenn.
Viggó Jörgensson, 30.1.2013 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.